Erlent

Stuðningur við stjórnina

Nágrannaríki Íraks og Egyptar að auki lýstu í gær stuðningi við bráðabirgðastjórn Íraks. Yfirlýsingin er hluti af þeirri alþjóðlegu viðurkenningu sem stjórnin sækist eftir. Viðurkenning innan lands og utan er mikilvæg forsenda fyrir því að takast megi að koma á friði í landinu. Stjórnmálanefnd Samtaka íslamskra ríkja samþykkti í gær ályktunartillögu þar sem stuðningi er lýst við bráðabirgðastjórnina og kvatt til þess að Írökum yrði veitt aðstoð við enduruppbyggingu landsins. Búist er við að tillagan verði samþykkt á þingi samtakanna í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×