Sport

Enginn aðalstyrktaraðili enn

Forráðamönnum HSÍ hefur ekki enn tekist að fá aðalstyrktaraðila fyrir Íslandsmótið í handbolta en vonir standa til að það takist von bráðar. Í fyrra var aðalstyrktaraðilinn RE/MAX fasteignasalan og báru karla- og kvennadeildin nafn hennar. Það er því ljóst að það samstarf er fyrir bí en orðrómur hefur verið í gangi þess efnis að RE/MAX hafi ekki staðið við allar skuldbindingar sínar gagnvart HSÍ. Fréttablaðið hefur þó ekki fengið það staðfest.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×