Innlent

Flugritarnir sendir til Englands

Flugritar Dornier-flugvélar Íslandsflugs, sem magalenti á Siglufjarðarflugvelli í síðustu viku, verða í dag sendir til aflestrar í Englandi. Þorkell Ágústsson, aðstoðarrannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd flugslysa, flýgur með flugritana sídegis og er væntanlegur aftur á morgun. Teknar verða skýrslur af flugmönnum vélarinnar í dag. Á föstudag var flugvélin reist upp á hjólin og benti þá ekkert til þess að bilun hefði verið í hjólabúnaði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×