Sport

Diouf vill ekki fara frá Liverpool

Senegalski landsliðsmaðurinn, El Hadij Diouf, segist ekki ætla að yfirgefa Liverpool fyrr en hann hefur fengið fund með Rafael Benitez, framkvæmdastjóra félagsins. Diouf fékk ekki að fara með Liverpool í æfingaferð til Bandaríkjanna og hefur ekki einu sinni fengið númer, núna rétt áður en tímabilið byrjar. Umboðsmaður Diouf, Alexander Kristic, segir að Diouf hafi verið tjáð af forráðamönnum Liverpool að hann væri ekki inn í framtíðaráætlunum Benitez´s, en Diouf tekur það ekki gott og gilt og heimtar fund með framkvæmdastjóranum. "Ég mun ekki taka ákvörðun um næsta skref fyrr en ég hef átt fund, augliti til auglitis, með Benitez. Ég tel mig geta gert góða hluti gefi hann mér tækifæri. Ef það gerist ekki verð ég af fara sem lánsmaður í ár, en ég mun ekki gefa eftir samning minn. Það er búið að skrifa undir og allir aðilar verða að virða það.," sagði Doiuf og bætti því við að hann hefði fengið tilboð frá liði í spænsku úrvalsdeildinni og það kæmi vel til greina að spila á Spáni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×