Lífið

Seinni tónleikar Pink falla niður

Seinni tónleikar Pink, sem vera áttu 11. ágúst, falla niður, þar sem þeir skarast við tónleika Fifty Cents. Tónleikahaldarar hafa komist að þeirri niðurstöðu að íslenski markaðurinn rúmi ekki tvenna stóra tónleika sama dag. Þeir, sem eiga miða á tónleika Pink 11. ágúst, þurfa samt ekki að örvænta, því að miðarnir munu gilda á fyrri tónleika hennar 10. ágúst. Tónleikar Fifty Cents 11. ágúst verða jafnframt fluttir í Laugardalshöll, en þeir áttu að vera í Egilshöll.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.