Breytingar í Formúlunni 29. júlí 2004 00:01 Þótt keppnistímabilið í Formúlu 1 kappakstrinum sé rétt hálfnað þá eru liðin tólf þegar farin að huga að liðsuppstillingu fyrir næsta keppnistímabil. Þegar er ljóst að tvö lið, Williams og Toyota, munu stilla upp tveimur nýjum ökumönnum á komandi tímabili en margir af bestu ökumönnum Formúlunnar munu hafa vistaskipti þegar þetta tímabil hefur runnið sitt skeið á enda. Eins og áður sagði þá verður Williams-liðið gjörbreytt á komandi tímabili. Kólumbíumaðurinn Juan Pablo Montoya er farinn til McLaren þar sem hann mun leysa Bretann David Coutlhard af hólmi og Þjóðverjinn Ralf Schumacher er genginn til liðs við Toyota sem ætlar sér stóra hluti á næsta ári. Williams-menn tryggðu sér þjónustu Ástralans Marks Webbers í gær en hann þykir hafa náð góðum árangri á slökum Jaguar-bíl undanfarið eitt og hálft ár. Coulthard, sem má muna sinn fífil fegri, endar að öllum líkindum hjá Jaguar í stað Webbers. Eitt laust sæti er hjá Williams-liðinu og er búist við því að Þjóðverjinn Nick Heidfeld, sem ekið hefur fyrir Jordan, taki hitt sætið og aki með Webber á komandi tímabili. Toyota ætlar sér stóra hluti á næsta tímabili því auk Schumachers hins yngri þá róa forráðamenn liðsins öllum árum að því að því að fá Ítalann Jarno Trulli frá Renault. Trulli, sem er eini ökumaðurinn í Formúlu 1 kappakstrinum fyrir utan Michael Schumacher sem hefur unnið mót á þessu tímabili, fær ekki nýjan samning hjá Renault sem hefur ráðið landa hans, Giancarlo Fisichella, til sín og hann gæti allt eins endað hjá Williams. Það hefur oft verið sagt að menn breyti ekki sigurliði, því þarf það ekki að koma á óvart að Ferrari-liðið, sem hefur borið höfuð og herðar yfir aðra í Formúlunni, verður með sömu ökumennina, Michael Scumacher og Rubens Barrichello, á næsta ári. Eina liðið fyrir utan Ferrari sem stillir upp sömu mönnum á næsta ári er BAR-liðið með Bretann Jenson Button, sem hefur átt frábært tímabil, og Japanann Takumo Sato. Íþróttir Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Sjá meira
Þótt keppnistímabilið í Formúlu 1 kappakstrinum sé rétt hálfnað þá eru liðin tólf þegar farin að huga að liðsuppstillingu fyrir næsta keppnistímabil. Þegar er ljóst að tvö lið, Williams og Toyota, munu stilla upp tveimur nýjum ökumönnum á komandi tímabili en margir af bestu ökumönnum Formúlunnar munu hafa vistaskipti þegar þetta tímabil hefur runnið sitt skeið á enda. Eins og áður sagði þá verður Williams-liðið gjörbreytt á komandi tímabili. Kólumbíumaðurinn Juan Pablo Montoya er farinn til McLaren þar sem hann mun leysa Bretann David Coutlhard af hólmi og Þjóðverjinn Ralf Schumacher er genginn til liðs við Toyota sem ætlar sér stóra hluti á næsta ári. Williams-menn tryggðu sér þjónustu Ástralans Marks Webbers í gær en hann þykir hafa náð góðum árangri á slökum Jaguar-bíl undanfarið eitt og hálft ár. Coulthard, sem má muna sinn fífil fegri, endar að öllum líkindum hjá Jaguar í stað Webbers. Eitt laust sæti er hjá Williams-liðinu og er búist við því að Þjóðverjinn Nick Heidfeld, sem ekið hefur fyrir Jordan, taki hitt sætið og aki með Webber á komandi tímabili. Toyota ætlar sér stóra hluti á næsta tímabili því auk Schumachers hins yngri þá róa forráðamenn liðsins öllum árum að því að því að fá Ítalann Jarno Trulli frá Renault. Trulli, sem er eini ökumaðurinn í Formúlu 1 kappakstrinum fyrir utan Michael Schumacher sem hefur unnið mót á þessu tímabili, fær ekki nýjan samning hjá Renault sem hefur ráðið landa hans, Giancarlo Fisichella, til sín og hann gæti allt eins endað hjá Williams. Það hefur oft verið sagt að menn breyti ekki sigurliði, því þarf það ekki að koma á óvart að Ferrari-liðið, sem hefur borið höfuð og herðar yfir aðra í Formúlunni, verður með sömu ökumennina, Michael Scumacher og Rubens Barrichello, á næsta ári. Eina liðið fyrir utan Ferrari sem stillir upp sömu mönnum á næsta ári er BAR-liðið með Bretann Jenson Button, sem hefur átt frábært tímabil, og Japanann Takumo Sato.
Íþróttir Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Sjá meira