Erlent

Rasskellt fyrir vondan ís

Eigandi ísbúðar í Red Bank í Tennesse hefur verið ákærður fyrir kynferðislegt áreiti gagnvart starfsmönnum. Maðurinn lét starfsmenn, sem yfirleitt voru konur undir tvítugu, skrifa undir yfirlýsingu um að hann mætti rassskella þær ef þær stæðu sig ekki í starfi. Tvær starfsstúlkur sem fengu nóg ákváðu að kæra eigandann til lögreglunnar. Eigandinn hafði þá nýlega kallað aðra þeirra inn á skrifstofu til sín. Skammað hana fyrir að gleyma að setja banana í bragðaref sem hún var að gera og refsað henni með tuttugu rassskellingum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×