Innlent

Jólatré Eyjamanna hent út í sjó

Óprúttnir náungar hafa tekið sig til og rifið upp jólatréð sem Vestmannaeyjabær setti upp við Stafkirkjuna á Skansinum og hent því með ljósaseríunni á í sjóinn. Lögregla kannar nú málið en hefur ekki fundið spellvirkjana. Jólatré á þessum stað virðist vera þyrnir í augum einhverra Eyjamanna því áður hefur það gerst að ráðist hefur verið á jólatré á þessum stað og það fellt, en ekki hent út í sjó eins og núna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×