Fjögurra mánaða töf hjá Impregilo 28. desember 2004 00:01 Fjögurra mánaða töf hefur orðið á vinnu Impregilo við steyptan sökkul við aðalstífluna á Kárahnjúkum. Sigurður Arnalds, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að meiningin hafi verið að klára að steypa távegg sem fyllir í gilið fyrir áramót og hafa svo hægt um sig í steypuvinnu þangað til í vor en það hafi ekki tekist. "Þessari steypuvinnu mun ekki ljúka fyrr en í apríl. Í haust var þetta tveimur mánuðum á eftir áætlun en núna má segja að þetta taki fjóra mánuði að klára. Þessar framkvæmdir ganga hægar í vetur og því verður þeim lokið fjórum mánuðum síðar en áætlað var," segir Sigurður. Ofan á steypta sökkulinn kemur steypt kápa utan á grjótfyllingu. "Kápan er tugir sentimetra á þykkt og hún er dregin utan á grjótfyllinguna. Þessi vinna á að fara fram sumarið 2005 og 2006. Hana er ekki hægt að gera að vetrarlagi vegna þess að hún þolir ekki frost," segir hann. Steypuvinnan við távegginn ofan í gilinu er unnin undir þaki. "Við erum með seglhús sem er híft upp jafnóðum. Það er meira fyrir því haft en gerist og gengur en þetta er vel framkvæmanlegt. Með því að klára vegginn í apríl og halda áfram að fylla tel ég að Impregilo verði komið aftur á rétt ról í júní. Þá verði hægt að steypa klæðninguna á réttum tíma," segir hann. Ekki reynir á dagsektir og segir Sigurður að ekki reyni á þær fyrr en í lok verksins. Fyrsta dagsetning sem hafi skipt máli hafi verið að veita ánni í hjáveitugöngin og það hafi tekist. Næsta stóra dagsetning sé að byrja að fylla í lónið. Það sé áætlað 1. september 2006. Allar áætlanir ganga út á að það verði hægt. "Þessar seinkanir eru að mestum hluta ekki verktakanum að kenna heldur jarðfræðinni. Í gljúfrinu var t.d. misgengi sem þurfti að föndra við og steypa yfir. Táveggurinn breyttist og varð stærri. Fastur botn á gilinu var sjö til tólf metrum lægri en áætlað. Þar við bættist að steypuvinnan var á eftir áætlun því að Impregilo var í vandræðum með að fá nóg af hæfu fólki," segir Sigurður. Fréttir Innlent Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira
Fjögurra mánaða töf hefur orðið á vinnu Impregilo við steyptan sökkul við aðalstífluna á Kárahnjúkum. Sigurður Arnalds, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að meiningin hafi verið að klára að steypa távegg sem fyllir í gilið fyrir áramót og hafa svo hægt um sig í steypuvinnu þangað til í vor en það hafi ekki tekist. "Þessari steypuvinnu mun ekki ljúka fyrr en í apríl. Í haust var þetta tveimur mánuðum á eftir áætlun en núna má segja að þetta taki fjóra mánuði að klára. Þessar framkvæmdir ganga hægar í vetur og því verður þeim lokið fjórum mánuðum síðar en áætlað var," segir Sigurður. Ofan á steypta sökkulinn kemur steypt kápa utan á grjótfyllingu. "Kápan er tugir sentimetra á þykkt og hún er dregin utan á grjótfyllinguna. Þessi vinna á að fara fram sumarið 2005 og 2006. Hana er ekki hægt að gera að vetrarlagi vegna þess að hún þolir ekki frost," segir hann. Steypuvinnan við távegginn ofan í gilinu er unnin undir þaki. "Við erum með seglhús sem er híft upp jafnóðum. Það er meira fyrir því haft en gerist og gengur en þetta er vel framkvæmanlegt. Með því að klára vegginn í apríl og halda áfram að fylla tel ég að Impregilo verði komið aftur á rétt ról í júní. Þá verði hægt að steypa klæðninguna á réttum tíma," segir hann. Ekki reynir á dagsektir og segir Sigurður að ekki reyni á þær fyrr en í lok verksins. Fyrsta dagsetning sem hafi skipt máli hafi verið að veita ánni í hjáveitugöngin og það hafi tekist. Næsta stóra dagsetning sé að byrja að fylla í lónið. Það sé áætlað 1. september 2006. Allar áætlanir ganga út á að það verði hægt. "Þessar seinkanir eru að mestum hluta ekki verktakanum að kenna heldur jarðfræðinni. Í gljúfrinu var t.d. misgengi sem þurfti að föndra við og steypa yfir. Táveggurinn breyttist og varð stærri. Fastur botn á gilinu var sjö til tólf metrum lægri en áætlað. Þar við bættist að steypuvinnan var á eftir áætlun því að Impregilo var í vandræðum með að fá nóg af hæfu fólki," segir Sigurður.
Fréttir Innlent Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira