Innlent

Skiptinemi óhultur í Indónesíu

Einn Íslendingur, Guðmundur Jakobsson, er á vegum skiptinemasamtakanna AFS í Indónesíu. Er hann eini nemi samtakanna í sunnanverðri Asíu. Móðir Guðmundar, Dagbjört Magnúsdóttir, segir það hafa verið óhugnanlegt að heyra af flóðbylgjunni sem varð í kjölfar eins stærsta jarðskjálfta sögunnar og því mikla manntjóni sem varð. Við nánari athugun hafi hún séð að hans svæði hafi sloppið. Dagbjört náði ekki sambandi við fjölskylduna fyrr en í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×