Lífið

Illskýranleg siðvenja

"Það er erfitt að finna skýringar á þessu, þetta virðist vera einhvers konar siður eftir héruðum," segir Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingur um niðurstöður rannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar um tengsl búsetu og erfðabreytileika, en þar kemur fram að ættliðir þorra Íslendinga hafa verið bundnir við sömu átthagana. Meðal annars kemur fram að áar 95 prósent Eyfirðinga sem fæddust á árunum 1850-1875, bjuggu á Norðurlandi. Árni segir að þessar niðurstöður séu í samræmi við rannsóknir sagnfræðinga. "Menn hafa skoðað flutninga á milli hreppa og bæja til dæmis í Eyjafirði og Skagafirði. Í sumum héruðum bjuggu fleiri ættliðir á sama stað en annars staðar var meiri hreyfing á fólki milli bæja, þótt það færi ekki úr héraðinu. Árni segir að sumar sveitir hafi verið stöðugri en aðrar og það tengist jafnvel áhrifum jarðeigenda á öldum áður. "Ef jarðeigendur voru sterkir og gátu stjórnað bændum í nágrenninu var ef til vill meiri hreyfanleiki en ella."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.