Geest samþykkir tilboð Bakkavarar 22. desember 2004 00:01 Bakkavör náði mikilvægum áfanga í yfirtökuferlinu á breska matvælafyrirtækinu Geest þegar samkomulag náðist um verð. Bakkavör getur nú þegar hafið könnun áreiðanleika upplýsinga um rekstur Geest. Samkvæmt samkomulaginu skuldbindur Bakkavör sig til þess að bjóða ekki lægra verð en 655 pens á hlut fyrir Geest, nema áreiðanleikakönnun leiði í ljós þætti sem hafa neikvæð áhrif á verðmat félagsins. Þá þarf stjórn Geest að samþykkja nýtt tilboð. Samkvæmt verðtilboðinu er markaðsvirði Geest um 60 milljarðar íslenskra króna. Markaðsvirði Big Food Group er samkvæmt tilboði fjárfesta undir forystu Baugs um 40 milljarðar. Heildarfjármögnun kaupa Bakkavarar á Geest liggur á bilinu 120 til 130 milljarðar króna. Það er því skammt stórra högga á milli þegar kaup íslenskra fyrirtækja erlendis eru annars vegar. Geest verður, gangi kaupin eftir, annað skráða fyrirtækið í London sem Íslendingar kaupa á skömmum tíma. Búast má við að áreiðanleikakönnun taki um sex vikur og fljótlega upp úr því verði ráðist í yfirtöku félagsins. Kaup Bakkavarar á Geest eru ólík kaupunum á Big Food fyrir margra hluta sakir. Í tilfelli Bakkavarar koma ekki aðrir að kaupunum og þau eru ekki fjárfesting sem selja á aftur, heldur gríðarleg stækkun á núverandi rekstrargrunni Bakkavarar. Bakkavör tekur því með kaupunum risastórt skref í stefnu sinni að verða stórt alþjóðlegt matvælafyrirtæki. Ekki eru nema fimm ár síðan Bakkvör keypti Lysekils í Svíþjóð fyrir 684 milljónir króna. Það voru þá þriðju stærstu kaup íslensks fyrirtækis erlendis. Kaupin styrkja Bakkavör verulega í samkeppni á matvælamarkaði í Bretlandi. Fyrir utan hagræðingu í sameiginlegum rekstri styrkist staða fyrirtækisins verulega gagnvart birgjum og viðskiptavinum. Hörð verðsamkeppni er á markaði fyrir kældar unnar matvörur og hefur Geest ekki farið varhluta af henni. Vöxtur og framlegð fyrirtækisins var minni á fyrrihluta þessa árs en vonir stóðu til. Það að Bakkavör lætur til skarar skríða svo snemma, bendir til þess að fyrirtækið telji batnandi tíð framundan. Um leið og Bakkavör fær færi á rekstrarupplýsingum Geest er öðrum sem vildu bjóða í fyrirtækið heimilaður aðgangur að sömu upplýsingum. Það þykir þó ólíklegt þar sem Bakkavör er þegar meðeigandi fimmtungshlutar í Geest. Bakkavör er því í lykilstöðu. Þrír stórir erlendir bankar hafa lýst sig tilbúna til að fjármagna kaupin. Heildarumfangið er hátt í 130 milljarðar króna. Á skömmum tíma hafa tvö íslensk fyrirtæki fengið slíka traustsyfirlýsingu frá alþjóðlegum bönkum. Innlent Viðskipti Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Sjá meira
Bakkavör náði mikilvægum áfanga í yfirtökuferlinu á breska matvælafyrirtækinu Geest þegar samkomulag náðist um verð. Bakkavör getur nú þegar hafið könnun áreiðanleika upplýsinga um rekstur Geest. Samkvæmt samkomulaginu skuldbindur Bakkavör sig til þess að bjóða ekki lægra verð en 655 pens á hlut fyrir Geest, nema áreiðanleikakönnun leiði í ljós þætti sem hafa neikvæð áhrif á verðmat félagsins. Þá þarf stjórn Geest að samþykkja nýtt tilboð. Samkvæmt verðtilboðinu er markaðsvirði Geest um 60 milljarðar íslenskra króna. Markaðsvirði Big Food Group er samkvæmt tilboði fjárfesta undir forystu Baugs um 40 milljarðar. Heildarfjármögnun kaupa Bakkavarar á Geest liggur á bilinu 120 til 130 milljarðar króna. Það er því skammt stórra högga á milli þegar kaup íslenskra fyrirtækja erlendis eru annars vegar. Geest verður, gangi kaupin eftir, annað skráða fyrirtækið í London sem Íslendingar kaupa á skömmum tíma. Búast má við að áreiðanleikakönnun taki um sex vikur og fljótlega upp úr því verði ráðist í yfirtöku félagsins. Kaup Bakkavarar á Geest eru ólík kaupunum á Big Food fyrir margra hluta sakir. Í tilfelli Bakkavarar koma ekki aðrir að kaupunum og þau eru ekki fjárfesting sem selja á aftur, heldur gríðarleg stækkun á núverandi rekstrargrunni Bakkavarar. Bakkavör tekur því með kaupunum risastórt skref í stefnu sinni að verða stórt alþjóðlegt matvælafyrirtæki. Ekki eru nema fimm ár síðan Bakkvör keypti Lysekils í Svíþjóð fyrir 684 milljónir króna. Það voru þá þriðju stærstu kaup íslensks fyrirtækis erlendis. Kaupin styrkja Bakkavör verulega í samkeppni á matvælamarkaði í Bretlandi. Fyrir utan hagræðingu í sameiginlegum rekstri styrkist staða fyrirtækisins verulega gagnvart birgjum og viðskiptavinum. Hörð verðsamkeppni er á markaði fyrir kældar unnar matvörur og hefur Geest ekki farið varhluta af henni. Vöxtur og framlegð fyrirtækisins var minni á fyrrihluta þessa árs en vonir stóðu til. Það að Bakkavör lætur til skarar skríða svo snemma, bendir til þess að fyrirtækið telji batnandi tíð framundan. Um leið og Bakkavör fær færi á rekstrarupplýsingum Geest er öðrum sem vildu bjóða í fyrirtækið heimilaður aðgangur að sömu upplýsingum. Það þykir þó ólíklegt þar sem Bakkavör er þegar meðeigandi fimmtungshlutar í Geest. Bakkavör er því í lykilstöðu. Þrír stórir erlendir bankar hafa lýst sig tilbúna til að fjármagna kaupin. Heildarumfangið er hátt í 130 milljarðar króna. Á skömmum tíma hafa tvö íslensk fyrirtæki fengið slíka traustsyfirlýsingu frá alþjóðlegum bönkum.
Innlent Viðskipti Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Sjá meira