Mennskan og trúin 16. desember 2004 00:01 Trú og trúleysi - Gísli Gunnarsson prófessor í sagnfræði Steindór Erlingsson skrifaði grein í Fréttablaðið 10. desember sl. þar sem hann gagnrýndi "vantrúarmenn á villigötum". Hér gagnrýnir hann ofstæki einstakra trúleysingja, vafalaust með ákveðnum rétti. En ýmislegt hef ég samt við málflutning hans að athuga. Ég hef lengi haft miklar mætur á Steindóri sem vísindaheimspekingi. Best kann ég að meta þá einföldu ábendingu hans að það er samspil genanna en ekki eiginleikar einstaks litnings sem máli skiptir í líffræðilegum athugunum. Vísindin, sem nú eru fyrst að kortleggja genin, eiga langt í land með að greina margflókna samverkan þeirra. Steindór hefur einnig verið í fremstu röð við að afhjúpa þá "mannbótastefnu" sem felst í mörgum litningarannsóknum. Þetta hefur hann ekki gert á trúarlegum forsendum heldur á grundvelli siðfræðilegrar rökhyggju. Í leiðinni varar hann við gamaldags lögmálahyggju. Ég sem siðrænn húmanisti er Steindóri sammála um að í vísindahyggju fyrri alda gat leynst siðblinda, oftrú á löggengi, vanmat á getu mannsins og frjálsum vilja hans. En þá skilja leiðir okkar að vissu marki. Þótt Steindór sé augljóslega ekki trúmaður sleppir hann algerlega allri gagnrýni á trúarbrögð eins og slíkt komi honum ekki við. Hann "gleymir" því að lögmálshyggja 18. aldar var í raun og veru skilgetið afkvæmi trúarbragða, nánar tiltekið forlagahyggju mótmælendakristni. Í stað guðlegs máttar kom hin algilda náttúra með skýlausum lögmálum langt ofan manninum og vilja hans. Guð varð náttúran. Það var samt spor í rétta átt, gleymum því ekki Steindór! Ég get hnýtt í einstök atriði í fyrrnefndri grein Steindórs en vil aðeins nefna örfá. Steindór blandar saman tvennu ólíku í trúarbrögðum. Annars vegar trausti á æðri mátt sér til stuðnings í lífinu. Hins vegar á trú á líf eftir dauðann. Öll trúarbrögð treysta á æðri mátt en aðeins örfá eru skýlaus í trúnni á annað líf. Jahve gyðingdómsins umbunaði eða refsaði mönnum í þessu lífi allt í fjórða lið og lofaði engu um líf "fyrir handan". Þannig líta rétttrúaðir Gyðingar á líf og dauða enn þá. Hins vegar urðu margir Gyðingar fyrir áhrifum af Zaraþústratrúnni persnesku með sína engla og djöfla, himin og helvíti, þetta varð hin alþýðlega trú meðal gyðinga sem þaðan barst í kristni og islam. Trúarbrögð Grikkja og Rómverja hinna fornu sendu alla dána til Hadesar þar sem líf þeirra var aumlegt mjög. Og svo eru það endurholgunarsinnarnir í milljarðatali í heiminum núna. Steindór dettur í þá gryfju að tímasetja upphaf mannsins, homo sapiens, og nefnir töluna 50.000 ár. Þetta gerðu margir mannfræðingar fyrir þrjátíu árum, nú er aldur homo sapiens almennt lengdur mjög. Raunar er aðskilnaður homo sapiens frá öðrum gerðum mannsins stöðugt umdeilt og raunar ósannanlegt fyrirbæri. En Steindór vill tengja upphaf homo sapiens við vitund hvers einstaklings um endalok lífsins á jörðu og þar með óskarinnar um framhaldslíf sem hann tengir við upphaf trúarbragða. Síkt hafi einmitt gerst fyrir 50.000 árum! Það stenst ekki ef trúarbragðasaga er skoðuð eins og rakið hefur verið. Þvert á móti er auðvelt að sjá í elstu (og "frumstæðustu") trúarbrögðunum hvert upphafið var: hinir fornu guðir og andar táknuðu náttúruöflin sem maðurinn ýmist óttaðist eða gladdist með. Góðum öflum var þakkað og reynt var að blíðka þau illu með fórnum og öðrum helgiathöfnum. Neandersdalsmaðurinn var að grafa sína dánu með viðhöfn og fórnum væntanlega til að milda guði sína fyrir 300 þúsund árum. Viltu, Steindór, taka trúarbrögðin og þar með mennskuna af þeim, en þetta tvennt viltu tengja saman? Ert þú í raun og veru öruggur um þessa samsvörun? Látum tímasetninguna liggja milli hluta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Trú og trúleysi - Gísli Gunnarsson prófessor í sagnfræði Steindór Erlingsson skrifaði grein í Fréttablaðið 10. desember sl. þar sem hann gagnrýndi "vantrúarmenn á villigötum". Hér gagnrýnir hann ofstæki einstakra trúleysingja, vafalaust með ákveðnum rétti. En ýmislegt hef ég samt við málflutning hans að athuga. Ég hef lengi haft miklar mætur á Steindóri sem vísindaheimspekingi. Best kann ég að meta þá einföldu ábendingu hans að það er samspil genanna en ekki eiginleikar einstaks litnings sem máli skiptir í líffræðilegum athugunum. Vísindin, sem nú eru fyrst að kortleggja genin, eiga langt í land með að greina margflókna samverkan þeirra. Steindór hefur einnig verið í fremstu röð við að afhjúpa þá "mannbótastefnu" sem felst í mörgum litningarannsóknum. Þetta hefur hann ekki gert á trúarlegum forsendum heldur á grundvelli siðfræðilegrar rökhyggju. Í leiðinni varar hann við gamaldags lögmálahyggju. Ég sem siðrænn húmanisti er Steindóri sammála um að í vísindahyggju fyrri alda gat leynst siðblinda, oftrú á löggengi, vanmat á getu mannsins og frjálsum vilja hans. En þá skilja leiðir okkar að vissu marki. Þótt Steindór sé augljóslega ekki trúmaður sleppir hann algerlega allri gagnrýni á trúarbrögð eins og slíkt komi honum ekki við. Hann "gleymir" því að lögmálshyggja 18. aldar var í raun og veru skilgetið afkvæmi trúarbragða, nánar tiltekið forlagahyggju mótmælendakristni. Í stað guðlegs máttar kom hin algilda náttúra með skýlausum lögmálum langt ofan manninum og vilja hans. Guð varð náttúran. Það var samt spor í rétta átt, gleymum því ekki Steindór! Ég get hnýtt í einstök atriði í fyrrnefndri grein Steindórs en vil aðeins nefna örfá. Steindór blandar saman tvennu ólíku í trúarbrögðum. Annars vegar trausti á æðri mátt sér til stuðnings í lífinu. Hins vegar á trú á líf eftir dauðann. Öll trúarbrögð treysta á æðri mátt en aðeins örfá eru skýlaus í trúnni á annað líf. Jahve gyðingdómsins umbunaði eða refsaði mönnum í þessu lífi allt í fjórða lið og lofaði engu um líf "fyrir handan". Þannig líta rétttrúaðir Gyðingar á líf og dauða enn þá. Hins vegar urðu margir Gyðingar fyrir áhrifum af Zaraþústratrúnni persnesku með sína engla og djöfla, himin og helvíti, þetta varð hin alþýðlega trú meðal gyðinga sem þaðan barst í kristni og islam. Trúarbrögð Grikkja og Rómverja hinna fornu sendu alla dána til Hadesar þar sem líf þeirra var aumlegt mjög. Og svo eru það endurholgunarsinnarnir í milljarðatali í heiminum núna. Steindór dettur í þá gryfju að tímasetja upphaf mannsins, homo sapiens, og nefnir töluna 50.000 ár. Þetta gerðu margir mannfræðingar fyrir þrjátíu árum, nú er aldur homo sapiens almennt lengdur mjög. Raunar er aðskilnaður homo sapiens frá öðrum gerðum mannsins stöðugt umdeilt og raunar ósannanlegt fyrirbæri. En Steindór vill tengja upphaf homo sapiens við vitund hvers einstaklings um endalok lífsins á jörðu og þar með óskarinnar um framhaldslíf sem hann tengir við upphaf trúarbragða. Síkt hafi einmitt gerst fyrir 50.000 árum! Það stenst ekki ef trúarbragðasaga er skoðuð eins og rakið hefur verið. Þvert á móti er auðvelt að sjá í elstu (og "frumstæðustu") trúarbrögðunum hvert upphafið var: hinir fornu guðir og andar táknuðu náttúruöflin sem maðurinn ýmist óttaðist eða gladdist með. Góðum öflum var þakkað og reynt var að blíðka þau illu með fórnum og öðrum helgiathöfnum. Neandersdalsmaðurinn var að grafa sína dánu með viðhöfn og fórnum væntanlega til að milda guði sína fyrir 300 þúsund árum. Viltu, Steindór, taka trúarbrögðin og þar með mennskuna af þeim, en þetta tvennt viltu tengja saman? Ert þú í raun og veru öruggur um þessa samsvörun? Látum tímasetninguna liggja milli hluta.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun