Mennskan og trúin 16. desember 2004 00:01 Trú og trúleysi - Gísli Gunnarsson prófessor í sagnfræði Steindór Erlingsson skrifaði grein í Fréttablaðið 10. desember sl. þar sem hann gagnrýndi "vantrúarmenn á villigötum". Hér gagnrýnir hann ofstæki einstakra trúleysingja, vafalaust með ákveðnum rétti. En ýmislegt hef ég samt við málflutning hans að athuga. Ég hef lengi haft miklar mætur á Steindóri sem vísindaheimspekingi. Best kann ég að meta þá einföldu ábendingu hans að það er samspil genanna en ekki eiginleikar einstaks litnings sem máli skiptir í líffræðilegum athugunum. Vísindin, sem nú eru fyrst að kortleggja genin, eiga langt í land með að greina margflókna samverkan þeirra. Steindór hefur einnig verið í fremstu röð við að afhjúpa þá "mannbótastefnu" sem felst í mörgum litningarannsóknum. Þetta hefur hann ekki gert á trúarlegum forsendum heldur á grundvelli siðfræðilegrar rökhyggju. Í leiðinni varar hann við gamaldags lögmálahyggju. Ég sem siðrænn húmanisti er Steindóri sammála um að í vísindahyggju fyrri alda gat leynst siðblinda, oftrú á löggengi, vanmat á getu mannsins og frjálsum vilja hans. En þá skilja leiðir okkar að vissu marki. Þótt Steindór sé augljóslega ekki trúmaður sleppir hann algerlega allri gagnrýni á trúarbrögð eins og slíkt komi honum ekki við. Hann "gleymir" því að lögmálshyggja 18. aldar var í raun og veru skilgetið afkvæmi trúarbragða, nánar tiltekið forlagahyggju mótmælendakristni. Í stað guðlegs máttar kom hin algilda náttúra með skýlausum lögmálum langt ofan manninum og vilja hans. Guð varð náttúran. Það var samt spor í rétta átt, gleymum því ekki Steindór! Ég get hnýtt í einstök atriði í fyrrnefndri grein Steindórs en vil aðeins nefna örfá. Steindór blandar saman tvennu ólíku í trúarbrögðum. Annars vegar trausti á æðri mátt sér til stuðnings í lífinu. Hins vegar á trú á líf eftir dauðann. Öll trúarbrögð treysta á æðri mátt en aðeins örfá eru skýlaus í trúnni á annað líf. Jahve gyðingdómsins umbunaði eða refsaði mönnum í þessu lífi allt í fjórða lið og lofaði engu um líf "fyrir handan". Þannig líta rétttrúaðir Gyðingar á líf og dauða enn þá. Hins vegar urðu margir Gyðingar fyrir áhrifum af Zaraþústratrúnni persnesku með sína engla og djöfla, himin og helvíti, þetta varð hin alþýðlega trú meðal gyðinga sem þaðan barst í kristni og islam. Trúarbrögð Grikkja og Rómverja hinna fornu sendu alla dána til Hadesar þar sem líf þeirra var aumlegt mjög. Og svo eru það endurholgunarsinnarnir í milljarðatali í heiminum núna. Steindór dettur í þá gryfju að tímasetja upphaf mannsins, homo sapiens, og nefnir töluna 50.000 ár. Þetta gerðu margir mannfræðingar fyrir þrjátíu árum, nú er aldur homo sapiens almennt lengdur mjög. Raunar er aðskilnaður homo sapiens frá öðrum gerðum mannsins stöðugt umdeilt og raunar ósannanlegt fyrirbæri. En Steindór vill tengja upphaf homo sapiens við vitund hvers einstaklings um endalok lífsins á jörðu og þar með óskarinnar um framhaldslíf sem hann tengir við upphaf trúarbragða. Síkt hafi einmitt gerst fyrir 50.000 árum! Það stenst ekki ef trúarbragðasaga er skoðuð eins og rakið hefur verið. Þvert á móti er auðvelt að sjá í elstu (og "frumstæðustu") trúarbrögðunum hvert upphafið var: hinir fornu guðir og andar táknuðu náttúruöflin sem maðurinn ýmist óttaðist eða gladdist með. Góðum öflum var þakkað og reynt var að blíðka þau illu með fórnum og öðrum helgiathöfnum. Neandersdalsmaðurinn var að grafa sína dánu með viðhöfn og fórnum væntanlega til að milda guði sína fyrir 300 þúsund árum. Viltu, Steindór, taka trúarbrögðin og þar með mennskuna af þeim, en þetta tvennt viltu tengja saman? Ert þú í raun og veru öruggur um þessa samsvörun? Látum tímasetninguna liggja milli hluta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Trú og trúleysi - Gísli Gunnarsson prófessor í sagnfræði Steindór Erlingsson skrifaði grein í Fréttablaðið 10. desember sl. þar sem hann gagnrýndi "vantrúarmenn á villigötum". Hér gagnrýnir hann ofstæki einstakra trúleysingja, vafalaust með ákveðnum rétti. En ýmislegt hef ég samt við málflutning hans að athuga. Ég hef lengi haft miklar mætur á Steindóri sem vísindaheimspekingi. Best kann ég að meta þá einföldu ábendingu hans að það er samspil genanna en ekki eiginleikar einstaks litnings sem máli skiptir í líffræðilegum athugunum. Vísindin, sem nú eru fyrst að kortleggja genin, eiga langt í land með að greina margflókna samverkan þeirra. Steindór hefur einnig verið í fremstu röð við að afhjúpa þá "mannbótastefnu" sem felst í mörgum litningarannsóknum. Þetta hefur hann ekki gert á trúarlegum forsendum heldur á grundvelli siðfræðilegrar rökhyggju. Í leiðinni varar hann við gamaldags lögmálahyggju. Ég sem siðrænn húmanisti er Steindóri sammála um að í vísindahyggju fyrri alda gat leynst siðblinda, oftrú á löggengi, vanmat á getu mannsins og frjálsum vilja hans. En þá skilja leiðir okkar að vissu marki. Þótt Steindór sé augljóslega ekki trúmaður sleppir hann algerlega allri gagnrýni á trúarbrögð eins og slíkt komi honum ekki við. Hann "gleymir" því að lögmálshyggja 18. aldar var í raun og veru skilgetið afkvæmi trúarbragða, nánar tiltekið forlagahyggju mótmælendakristni. Í stað guðlegs máttar kom hin algilda náttúra með skýlausum lögmálum langt ofan manninum og vilja hans. Guð varð náttúran. Það var samt spor í rétta átt, gleymum því ekki Steindór! Ég get hnýtt í einstök atriði í fyrrnefndri grein Steindórs en vil aðeins nefna örfá. Steindór blandar saman tvennu ólíku í trúarbrögðum. Annars vegar trausti á æðri mátt sér til stuðnings í lífinu. Hins vegar á trú á líf eftir dauðann. Öll trúarbrögð treysta á æðri mátt en aðeins örfá eru skýlaus í trúnni á annað líf. Jahve gyðingdómsins umbunaði eða refsaði mönnum í þessu lífi allt í fjórða lið og lofaði engu um líf "fyrir handan". Þannig líta rétttrúaðir Gyðingar á líf og dauða enn þá. Hins vegar urðu margir Gyðingar fyrir áhrifum af Zaraþústratrúnni persnesku með sína engla og djöfla, himin og helvíti, þetta varð hin alþýðlega trú meðal gyðinga sem þaðan barst í kristni og islam. Trúarbrögð Grikkja og Rómverja hinna fornu sendu alla dána til Hadesar þar sem líf þeirra var aumlegt mjög. Og svo eru það endurholgunarsinnarnir í milljarðatali í heiminum núna. Steindór dettur í þá gryfju að tímasetja upphaf mannsins, homo sapiens, og nefnir töluna 50.000 ár. Þetta gerðu margir mannfræðingar fyrir þrjátíu árum, nú er aldur homo sapiens almennt lengdur mjög. Raunar er aðskilnaður homo sapiens frá öðrum gerðum mannsins stöðugt umdeilt og raunar ósannanlegt fyrirbæri. En Steindór vill tengja upphaf homo sapiens við vitund hvers einstaklings um endalok lífsins á jörðu og þar með óskarinnar um framhaldslíf sem hann tengir við upphaf trúarbragða. Síkt hafi einmitt gerst fyrir 50.000 árum! Það stenst ekki ef trúarbragðasaga er skoðuð eins og rakið hefur verið. Þvert á móti er auðvelt að sjá í elstu (og "frumstæðustu") trúarbrögðunum hvert upphafið var: hinir fornu guðir og andar táknuðu náttúruöflin sem maðurinn ýmist óttaðist eða gladdist með. Góðum öflum var þakkað og reynt var að blíðka þau illu með fórnum og öðrum helgiathöfnum. Neandersdalsmaðurinn var að grafa sína dánu með viðhöfn og fórnum væntanlega til að milda guði sína fyrir 300 þúsund árum. Viltu, Steindór, taka trúarbrögðin og þar með mennskuna af þeim, en þetta tvennt viltu tengja saman? Ert þú í raun og veru öruggur um þessa samsvörun? Látum tímasetninguna liggja milli hluta.
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar