Quarashi semur við Sony 10. desember 2004 00:01 Rapprokksveitin Quarashi skrifaði í gær undir nýjan samning við útgáfurisann Sony í Japan vegna útgáfu á nýjustu plötu sveitarinnar, Guerilla Disco. Platan kemur út í byrjun næsta árs og í kjölfarið mun Quarashi fara í tónleikaferð til Asíu. Sveitin hefur átt góðu gengi að fagna í Japan síðan platan Jinx kom þar út fyrir tveimur árum. "Platan kemur út 23. febrúar í Japan með örlítið breyttu sniði en hér heima. Það verða líklega einhver aukalög og svo breytum við líklega umslaginu," segir Sölvi Blöndal, trommuleikari og lagasmiður Quarashi. "Við ákváðum að fara aðra leið nú en seinast þegar við gáfum út Jinx. Þá gerðum við útgáfusamning við eitt fyrirtæki fyrir allan heiminn en nú gerum við útgáfusamninga við hvert svæði fyrir sig. Í Japan verður það sem sagt Sony sem gefur hana út. Þannig getum við betur fylgst með því hvernig plötunni vegnar og hvernig hún er kynnt þar. Með þessu móti fáum við líka fyrirtæki á hverjum stað fyrir sig sem hefur áhuga á að gera sem best fyrir tónlistina." Fleiri lönd í bígerð Að sögn Sölva eru þreifingar einnig hafnar í Bandaríkjunum og þegar hafa þrjú útgáfufyrirtæki sýnt Guerilla Disco áhuga. "Það mun skýrast í byrjun nýs árs hvað verður. En eins og í Japan viljum við finna einhvern sem gefur plötuna út fyrir Ameríkumarkað og fylgir henni eftir þar," segir Sölvi. Sony sá alfarið um útgáfu Jinx fyrir tveimur árum, gaf hana út í Japan, Bandaríkjunum og Ástralíu. Platan kom út samtímis í öllum löndunum og segir Sölvi að erfitt hafi verið að fylgja henni eftir í þremur heimsálfum. "Eftir á að hyggja er því kannski skynsamlegra að gefa Guerilla Disco út á þessum svæðum með smá millibili. Þá mun platan líka taka smá breytingum eftir heimsálfum enda skemmtilegra að geta gert spes útgáfu fyrir hvert markaðssvæði fyrir sig," segir Sölvi. "Japan er fyrsta skrefið í átt að því að Skæruliðadiskóið komi út í alheimsútgáfu." Stærri en Jinx Sölvi segist nokkuð sáttur við nýundirritaðan samning í Japan. "Þetta er fínn samningur fyrir þessa einu plötu. Ég myndi giska á að hann væri ívið stærri en sá sem við gerðum fyrir Jinx," segir Sölvi en Jinx seldist í 150 þúsund eintökum í Japan árið 2002. "Þetta er altént nógu stór samningur til þess að við getum haldið áfram þeirri vinnu sem við vorum byrjaðir á árið 2002. Við viljum alls ekki gera síður en þá -- hvað þá fyrirtækið. Við stefnum a.m.k. á að jafna þann árangur." Sölvi gerir sér vonir um að markmiðunum verði náð ekki síst í ljósi þess að Guerilla Disco stefnir í að verði mest selda Quarashi-platan hér á landi. "Guerilla Disco fór betur í Japanana en við þorðum að vona. Sony-útgáfan er mjög ánægð með söluna hér á landi enda gefur hún ákveðin fyrirheit um hvernig markaðurinn úti bregst við," segir Sölvi. Stærra sjóv Quarashi-liðar munu fljótlega eftir útgáfuna fara í tónleikaferðalag til Japans en tónleikar sveitarinnar hafa verið margrómaðir þar í landi. "Við förum væntanlega með hljómsveit og stækkum eitthvað "læv-sjóvið"," segir Sölvi. "Við höfum verið þrír eða fjórir undanfarið en ætli við reynum ekki að pumpa sjóvið upp." Quarashi hefur notið talsverðra vinsælda í Japan og þakkar Sölvi það ekki síst góðu samstarfi við Sony-útgáfuna. "Við vorum það ánægðir með samstarfið að við vildum halda því áfram. Þeir hafa unnið vel fyrir okkur og það skiptir máli," segir Sölvi. "Þeim tókst vel til með að markaðssetja sveitina sem einingu en ekki bara einstaklingana eða eitt lag frá sveitinni. Þannig öðlaðist Quarashi eitt líf enda er sveitin miklu frægari en einstaklingarnir í henni." 70 mín í Japan? Eins og áður segir býst trommarinn og lagahöfundurinn við að Guerilla Disco muni taka einhverjum breytingum áður en hún kemur út í Japan. Platan hefur einnig tekið nokkrum breytingum hér á landi frá því að hún kom fyrst út og var laginu Crazy Bastard, sem Quarashi vann með strákunum í 70 mínútum, meðal annars bætt við. Sölvi býst þó ekki við að Quarashi muni láta Crazy Bastard fylgja með fyrir aðdáendur þeirra í Japan. "Ég á nú ekki von á því enda er húmorinn mismunandi milli landa. Ekki nema Sveppi og Auddi meiki það óvænt í Tókýó," segir Sölvi hlæjandi en bætir svo við. "En þeir eru svo sem alveg líklegir til þess, bandsettir ormarnir." Innlent Menning Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Sjá meira
Rapprokksveitin Quarashi skrifaði í gær undir nýjan samning við útgáfurisann Sony í Japan vegna útgáfu á nýjustu plötu sveitarinnar, Guerilla Disco. Platan kemur út í byrjun næsta árs og í kjölfarið mun Quarashi fara í tónleikaferð til Asíu. Sveitin hefur átt góðu gengi að fagna í Japan síðan platan Jinx kom þar út fyrir tveimur árum. "Platan kemur út 23. febrúar í Japan með örlítið breyttu sniði en hér heima. Það verða líklega einhver aukalög og svo breytum við líklega umslaginu," segir Sölvi Blöndal, trommuleikari og lagasmiður Quarashi. "Við ákváðum að fara aðra leið nú en seinast þegar við gáfum út Jinx. Þá gerðum við útgáfusamning við eitt fyrirtæki fyrir allan heiminn en nú gerum við útgáfusamninga við hvert svæði fyrir sig. Í Japan verður það sem sagt Sony sem gefur hana út. Þannig getum við betur fylgst með því hvernig plötunni vegnar og hvernig hún er kynnt þar. Með þessu móti fáum við líka fyrirtæki á hverjum stað fyrir sig sem hefur áhuga á að gera sem best fyrir tónlistina." Fleiri lönd í bígerð Að sögn Sölva eru þreifingar einnig hafnar í Bandaríkjunum og þegar hafa þrjú útgáfufyrirtæki sýnt Guerilla Disco áhuga. "Það mun skýrast í byrjun nýs árs hvað verður. En eins og í Japan viljum við finna einhvern sem gefur plötuna út fyrir Ameríkumarkað og fylgir henni eftir þar," segir Sölvi. Sony sá alfarið um útgáfu Jinx fyrir tveimur árum, gaf hana út í Japan, Bandaríkjunum og Ástralíu. Platan kom út samtímis í öllum löndunum og segir Sölvi að erfitt hafi verið að fylgja henni eftir í þremur heimsálfum. "Eftir á að hyggja er því kannski skynsamlegra að gefa Guerilla Disco út á þessum svæðum með smá millibili. Þá mun platan líka taka smá breytingum eftir heimsálfum enda skemmtilegra að geta gert spes útgáfu fyrir hvert markaðssvæði fyrir sig," segir Sölvi. "Japan er fyrsta skrefið í átt að því að Skæruliðadiskóið komi út í alheimsútgáfu." Stærri en Jinx Sölvi segist nokkuð sáttur við nýundirritaðan samning í Japan. "Þetta er fínn samningur fyrir þessa einu plötu. Ég myndi giska á að hann væri ívið stærri en sá sem við gerðum fyrir Jinx," segir Sölvi en Jinx seldist í 150 þúsund eintökum í Japan árið 2002. "Þetta er altént nógu stór samningur til þess að við getum haldið áfram þeirri vinnu sem við vorum byrjaðir á árið 2002. Við viljum alls ekki gera síður en þá -- hvað þá fyrirtækið. Við stefnum a.m.k. á að jafna þann árangur." Sölvi gerir sér vonir um að markmiðunum verði náð ekki síst í ljósi þess að Guerilla Disco stefnir í að verði mest selda Quarashi-platan hér á landi. "Guerilla Disco fór betur í Japanana en við þorðum að vona. Sony-útgáfan er mjög ánægð með söluna hér á landi enda gefur hún ákveðin fyrirheit um hvernig markaðurinn úti bregst við," segir Sölvi. Stærra sjóv Quarashi-liðar munu fljótlega eftir útgáfuna fara í tónleikaferðalag til Japans en tónleikar sveitarinnar hafa verið margrómaðir þar í landi. "Við förum væntanlega með hljómsveit og stækkum eitthvað "læv-sjóvið"," segir Sölvi. "Við höfum verið þrír eða fjórir undanfarið en ætli við reynum ekki að pumpa sjóvið upp." Quarashi hefur notið talsverðra vinsælda í Japan og þakkar Sölvi það ekki síst góðu samstarfi við Sony-útgáfuna. "Við vorum það ánægðir með samstarfið að við vildum halda því áfram. Þeir hafa unnið vel fyrir okkur og það skiptir máli," segir Sölvi. "Þeim tókst vel til með að markaðssetja sveitina sem einingu en ekki bara einstaklingana eða eitt lag frá sveitinni. Þannig öðlaðist Quarashi eitt líf enda er sveitin miklu frægari en einstaklingarnir í henni." 70 mín í Japan? Eins og áður segir býst trommarinn og lagahöfundurinn við að Guerilla Disco muni taka einhverjum breytingum áður en hún kemur út í Japan. Platan hefur einnig tekið nokkrum breytingum hér á landi frá því að hún kom fyrst út og var laginu Crazy Bastard, sem Quarashi vann með strákunum í 70 mínútum, meðal annars bætt við. Sölvi býst þó ekki við að Quarashi muni láta Crazy Bastard fylgja með fyrir aðdáendur þeirra í Japan. "Ég á nú ekki von á því enda er húmorinn mismunandi milli landa. Ekki nema Sveppi og Auddi meiki það óvænt í Tókýó," segir Sölvi hlæjandi en bætir svo við. "En þeir eru svo sem alveg líklegir til þess, bandsettir ormarnir."
Innlent Menning Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Sjá meira