Innlent

Eldur á Arnarnesi

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að íbúðarhúsi á Arnarnesi á þriðja tímanum þar sem eldur logaði í einu herbergi. Slökkvistarf gekk vel, en stúlka, sem hafði verið í herberginu var flutt á slysadeild til rannsóknar, vegna gruns um að hún hefði fengið reykeitrun. Eldsupptök voru ókunn fyrir stundu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×