Innlent

Rétt að snæða fisk tvisvar í viku?

Konunglega breska umhverfismengunarráðið vill fara ofan í saumana á því hvort stætt sé á þeim ráðleggingum breska menneldisráðsins, að fólk neyti fisks tvisvar í viku. Ástæðan er sú að, að mati umhverfismengunarráðsins, að þessi neysla geti endanlega gert út af við fiskistofna á heimamiðum, sem standa tæpt. Íslenskur fiskútflytjandi, sem Fréttastofan ræddi við, undrast þessi rök þar sem fiskneysla Breta byggist að verulegu leiti á innflutningi á fiski frá fjarlægum miðum. Hann telur ekki ólíklegt að þetta sé að undirlægi breskra kjötframleiðenda, sem svíður enn undan þeim mikla samdrætti sem varð á kjötneyslu í landinu í kjölfar kúariðufaraldursins þar í landi fyri rnokkrum árum, en i kjölfar þess jókst fiskneysla verulega á kostnað kjötneyslu og hefur haldist að verulegu leiti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×