Innlent

Nær 70 umsóknir

Hátt í sjötíu manns hafa sótt um sjö ný störf hjá hinu nýja sveitarfélagi Fljótsdalshéraði, samkvæmt nýju skipkuriti þess. Átján sóttu um stöðu menningar- og frístundafulltrúa, fjórtán um stöðu fjármálastjóra, tíu um stöðu verkefnis- og þróunarsjtóra, níu um stöðu umhverfisfulltrúa og jafn margir um stöðu héraðsfulltrúa. Þá sóttu átta um stöðu fræðslufulltrúa og þrír um stöðu skipulagsfulltrúa. Að sögn Eiríks Björgvinssonar bæjarstjóra koma umsóknirnar úr öllum landshlutum og líka frá útlöndum. Hann segir sveitarstjórnina mjög ánægða með þessar undirtektir og að í fljótu bragði virðist þetta góðar umsóknir og margir umsækjendanna séu vel hæfir. Farið verður yfir allar umsóknir og unnið úr þeim út þennan mánuð og verður ekki ráðið í stöðurnar fyrr en eftir áramót. Eftir sameiningu nokkurra sveitarfélaga í Fljótsdalshérða nýverið , varð til fjölmennasta sveitarfélag á Austurlandi og eru Egilsstaðir fjölmennasti byggðarkjarninn í því.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×