Lífið

Fókus selur Bjarkarbjöllu

Blaðamenn Fókus komust fyrir skemmstu yfir bjöllu sem nú hefur verið sett á uppboðsvefinn eBay.com. Bjallan er smá í sniðum og svo sem ekkert merkileg nema ef vera skildi fyrir þær sakir að hafa sérst í nýjasta myndbandi skærustu stjörnu Íslands, Bjarkar Guðmundsdóttur. Bjallan var nefnilega saumuð á einn búninginn sem notaður var í myndbandinu við lagið Who is it? af plötunni Medúlla en lagið er einmitt í spilun um allan heim þessa dagana. Í myndbandinu er Björk að spóka sig um á suðurlandinu ásamt nokkrum litlum krökkum og öll eru þau klædd í búninga sem eru alsettir litlum bjöllum. Ein þessara bjallna er nú í höndum blaðamanna Fókus og eins og áður sagði verður hún seld hæstbjóðanda í næstu viku. Hægt er að skoða bjölluna góðu og fá nánari upplýsingar um hana á vefnum ebay.com og er hentugt að slá þá inn leitarorðið "Björk bell". Yfir 700 hlutir tengdir Björk eru þessa dagana til sölu á vefnum, allt frá gömlum plötum yfir í eitthvað drasl á við bjölluna sem sýnir svart á hvítu hversu mikil stórstjarna Björk er. Það liggur því ljóst fyrir að talsverð eftirspurn er á varningi sem tengist söngkonunni og því gerir Fókus sér góðar vonir um að fá topp verð fyrir bjölluna. Hægt er að bjóða í bjölluna á vefnum fram til miðvikudags. Þegar þetta er skrifað hefur reyndar enginn boðið í bjölluna og því tilvalið fyrir fólk að skella sér á vefinn og gera gott tilboð. Uppboðið hefst í 10 dollurum, sem er um 700 kall, sem verður bara að teljast topp verða fyrir svona merkilegan hlut úr Íslenskri tónlistarsögu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.