Harry Belafonte á Íslandi 19. nóvember 2004 00:01 Skemmtikrafturinn heimsfrægi Harry Belafonte er hér á landi og hvetur Íslendinga til að gerast heimsforeldrar. Hægt er að hitta Belafonte í Smáralind á morgun þegar hann opnar þar ljósmyndasýningu um Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Fréttamaður Stöðvar 2 hitti hann í dag. Harry Belafonte lýsir upp þau herbergi sem hann gengur inn í. Hann hefur mikla útgeislun og nær til fólks. Þess vegna er hann góður velgjörðarsendiherra fyrir UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Samtökin hér á landi buðu Belafonte til Íslands, bæði vegna þess að verið er að opna nýja skrifstofu og hefja nýtt starf og til að stjarnan gæti talað til íslensku þjóðarinnar og sagt henni að umheimurinn fagni stuðningi hennar og vilja til að hjálpa börnum í vanþróuðu ríkjunum. Belafonte hefur barist gegn fátækt í áratugi. Hann fæddist sjálfur í örbirgð og segist hafa horft á móður sína strita alla ævi við að reyna að losa börnin sín undan fátæktinni. „Þangað til ég fæddist hafði enginn í minni ætt gengið í skóla. Í baráttunni við fátæktina hef ég alltaf skilið að til að koma í veg fyrir kúgun verða hinir undirokuðu að taka frumkvæðið,“ segir Belafonte. Belafonte segist hafa ákveðið að nýta frægð sína til góðra verka. Þegar hann fór að njóta þessarar gífurlegu velgengi spurði hann sjálfan sig hvað hann ætti að gera við svona mikla velgengni. Hann gæti annað hvort eytt ævinni í sjálfsdýrkun og eiginhagsmunapot eða litið í kringum sig og spurt: Hvernig getur maður tekið þátt í að leysa þessi vandamál og notað styrk sinn til að hafa áhrif? „Að þessu leyti hef ég haft tækifæri til að gera ótrúlega hluti,“ segir söngvarinn sem starfaði meðal annars með blökkumannaleiðtoganum Martin Luther King, John Kennedy Bandaríkjaforseta og Nelson Mandela. Belafonte er alltaf spurður um frægasta lagið sitt, „Deo“. Hann segir titilinn þýða „dögun“. Hann ólst upp í Karíbahafinu þar sem fjölskylda hans starfaði við að uppskera sykurreyr og banana og við að lesta skipin. Fólkið söng alltaf í vinnunni því það hjálpaði því við vinnuna að sögn Belafontes. Á meðal þess sem mennirnir í uppskipuninni sungu var lagið fræga: „Deo, deo. Dagsbirtan kemur og ég vil fara heim ...“ Þeir unnu aðallega á nóttunni og í dögun gaf verkstjórinn merki með því að syngja þetta lag.“ Upplýsingar um það hvernig á að gerast heimsforeldri má finna á unicef.is eða hringja í 575 1520. Innlent Menning Mest lesið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Lífið samstarf Fleiri fréttir Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Sjá meira
Skemmtikrafturinn heimsfrægi Harry Belafonte er hér á landi og hvetur Íslendinga til að gerast heimsforeldrar. Hægt er að hitta Belafonte í Smáralind á morgun þegar hann opnar þar ljósmyndasýningu um Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Fréttamaður Stöðvar 2 hitti hann í dag. Harry Belafonte lýsir upp þau herbergi sem hann gengur inn í. Hann hefur mikla útgeislun og nær til fólks. Þess vegna er hann góður velgjörðarsendiherra fyrir UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Samtökin hér á landi buðu Belafonte til Íslands, bæði vegna þess að verið er að opna nýja skrifstofu og hefja nýtt starf og til að stjarnan gæti talað til íslensku þjóðarinnar og sagt henni að umheimurinn fagni stuðningi hennar og vilja til að hjálpa börnum í vanþróuðu ríkjunum. Belafonte hefur barist gegn fátækt í áratugi. Hann fæddist sjálfur í örbirgð og segist hafa horft á móður sína strita alla ævi við að reyna að losa börnin sín undan fátæktinni. „Þangað til ég fæddist hafði enginn í minni ætt gengið í skóla. Í baráttunni við fátæktina hef ég alltaf skilið að til að koma í veg fyrir kúgun verða hinir undirokuðu að taka frumkvæðið,“ segir Belafonte. Belafonte segist hafa ákveðið að nýta frægð sína til góðra verka. Þegar hann fór að njóta þessarar gífurlegu velgengi spurði hann sjálfan sig hvað hann ætti að gera við svona mikla velgengni. Hann gæti annað hvort eytt ævinni í sjálfsdýrkun og eiginhagsmunapot eða litið í kringum sig og spurt: Hvernig getur maður tekið þátt í að leysa þessi vandamál og notað styrk sinn til að hafa áhrif? „Að þessu leyti hef ég haft tækifæri til að gera ótrúlega hluti,“ segir söngvarinn sem starfaði meðal annars með blökkumannaleiðtoganum Martin Luther King, John Kennedy Bandaríkjaforseta og Nelson Mandela. Belafonte er alltaf spurður um frægasta lagið sitt, „Deo“. Hann segir titilinn þýða „dögun“. Hann ólst upp í Karíbahafinu þar sem fjölskylda hans starfaði við að uppskera sykurreyr og banana og við að lesta skipin. Fólkið söng alltaf í vinnunni því það hjálpaði því við vinnuna að sögn Belafontes. Á meðal þess sem mennirnir í uppskipuninni sungu var lagið fræga: „Deo, deo. Dagsbirtan kemur og ég vil fara heim ...“ Þeir unnu aðallega á nóttunni og í dögun gaf verkstjórinn merki með því að syngja þetta lag.“ Upplýsingar um það hvernig á að gerast heimsforeldri má finna á unicef.is eða hringja í 575 1520.
Innlent Menning Mest lesið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Lífið samstarf Fleiri fréttir Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“