Bestu og verstu umslögin 19. nóvember 2004 00:01 Í Fókus, sem fylgir DV í dag er gerð ýtarleg úttekt á plötuumslögum jólavertíðarinnar. Skemmst er frá því að segja að álitsgjafarnir telja rokkgrúppuna Brain Police eiga smekklegasta umslag ársins en gítargúrúinn Björn Thoroddsen það ljótasta. Stóru orðin eru ekki spöruð og engum hlíft í úttektinni. Alls komast 41 umslög á listana tvo. Mugison, Jón Ólafsson, Múm, Björn Thoroddsen, Solid i.v., Gummi Jóns, Brain Police, Þrjár systur. Hvar ætli þessir listamenn séu á fagurfræðiskalanum? Miðopnan í Fókus er undirlögð undir þetta þar sem átta álitsgjafar skera út um það. Smekklegt1. Brain Police – Electric Fungus Samtals komust 22 plötur á blað fyrir bestu umslögin, en rokkararnir í Brain Police taka bikarinn fyrir umslag þriðju plötunnar sinnar, enda þeirra plata oftast nefnd, sex sinnum alls. "Stílhreint, glæsilegt og óvenjulegt." "Eitthvað kúl við þetta. Króm, blóm, blóð og brjóst. Ætti allt að höfða til hlustendahópsins og þar með er verkinu vel skilað." "Glæsileg grafíkvinna. Vel þess virði að kaupa þessa út á umslagið eitt og sér."3-6. Solid i.v. – Solid i.v.Rokkbandið Solid i.v. frá Hafnarfirði er hér með sína fyrstu plötu. "Blóðrauður, brjálaður tjíhúahúa hundur með sprautu í kjaftinum gefur til kynna að þetta sé gratt, æst og hratt pönkrokk. Ætla rétt að vona að það sé tilfellið því ef svo er þá fara umslag og innihald mjög vel saman. Ef þetta er hinsvegar harmonikkutónlist þá er hönnuðurinn á villigötum." "Þetta er eitthvað spennandi." "Umslag sem grípur augað um leið og maður sér það. Og gleymir því aldrei. Froðufellandi hundur með sprautu í kjaftinum er alveg sérlega stingandi."Smekklaust1. Björn Thoroddsen - Lúther Sextán plötuumslög komust á blað sem versta plötuumslag ársins. Sigurvegarinn er mjög ótvíræður því umslag nýjustu plötu gítarsénísins Björns Thoroddsen fékk yfirgnæfandi kosningu, allir álitsgjafarnir níu nefndu plötuumslagið hans! "Þetta er vinningshafinn yfir misheppnaðasta plötuumslagið. Þetta frík með vandræðalega aulaglottið vekur ekki upp hjá mér löngun til að hlusta á hana þessa." "Það ættu að vera lög um hver fengi að gera plötuumslög og miskunarlausar refsingar við brotum á þeim. Ef svo væri þá væri búið að dæma hönnuð þessa umslags til dauða." "Fær hæstu einkunn fyrir einlægni en verstu einkunn fyrir útlit. Á heima á báðum listunum en útlitið er svo rosalega illa heppnað að verri listinn verður fyrir valinu. Verð samt að segja að það er eitthvað einkennilega heillandi við það, janvel óhugnalega heillandi og dáleiðandi. Sennilega skrýtnasta umslag síðari ára."4. Jón Sigurðsson – Our Love Umslagið hjá hjartaknúsaranum úr Idol þykir ekki gott. "Er fimmhundruðkallinn farinn að vinna á Skjá Einum? Ég tók aldrei eftir því að hann væri svona rangeygður? Af hverju er hann með svona mikið meik? Af hverju er hann svona nálægt? Það er eins og hann sé að fara að anda á mann. Þetta er óþægilegt." "Hvaða sólheimaglott er þetta?" "Var virkilega enginn sem kom með þá athugsemd að Jón greyið væri svolítið vangefinn á þessari mynd? Það má líka benda á að nema þú sért Ricky Martin þá hentar extreme close up þér ekki." "Veit ekki hvort mér finnst asnalegri þessi eða Helgi Pé. Þessi er kannski skárri því hann er rangeygður. Það er dálítið töff." Álitsgjafar voru Birgir Örn Thoroddsen Curver, Bjaddni Hell grafíker, Egill Harðar grafíker, Freyr Eyjólfsson popplandari, Helga Óskarsdóttir myndlistarmaður, Katrín.is, Magga Hugrún blaðamaður, Sigrún í Gjörningaklúbbnum og Grjóni Kjartans Tvíhöfði.Skemmtilegt - en bara nasaþefur af höllu heila klabbinu í Fókus, sem fylgir DV í dag. Menning Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Í Fókus, sem fylgir DV í dag er gerð ýtarleg úttekt á plötuumslögum jólavertíðarinnar. Skemmst er frá því að segja að álitsgjafarnir telja rokkgrúppuna Brain Police eiga smekklegasta umslag ársins en gítargúrúinn Björn Thoroddsen það ljótasta. Stóru orðin eru ekki spöruð og engum hlíft í úttektinni. Alls komast 41 umslög á listana tvo. Mugison, Jón Ólafsson, Múm, Björn Thoroddsen, Solid i.v., Gummi Jóns, Brain Police, Þrjár systur. Hvar ætli þessir listamenn séu á fagurfræðiskalanum? Miðopnan í Fókus er undirlögð undir þetta þar sem átta álitsgjafar skera út um það. Smekklegt1. Brain Police – Electric Fungus Samtals komust 22 plötur á blað fyrir bestu umslögin, en rokkararnir í Brain Police taka bikarinn fyrir umslag þriðju plötunnar sinnar, enda þeirra plata oftast nefnd, sex sinnum alls. "Stílhreint, glæsilegt og óvenjulegt." "Eitthvað kúl við þetta. Króm, blóm, blóð og brjóst. Ætti allt að höfða til hlustendahópsins og þar með er verkinu vel skilað." "Glæsileg grafíkvinna. Vel þess virði að kaupa þessa út á umslagið eitt og sér."3-6. Solid i.v. – Solid i.v.Rokkbandið Solid i.v. frá Hafnarfirði er hér með sína fyrstu plötu. "Blóðrauður, brjálaður tjíhúahúa hundur með sprautu í kjaftinum gefur til kynna að þetta sé gratt, æst og hratt pönkrokk. Ætla rétt að vona að það sé tilfellið því ef svo er þá fara umslag og innihald mjög vel saman. Ef þetta er hinsvegar harmonikkutónlist þá er hönnuðurinn á villigötum." "Þetta er eitthvað spennandi." "Umslag sem grípur augað um leið og maður sér það. Og gleymir því aldrei. Froðufellandi hundur með sprautu í kjaftinum er alveg sérlega stingandi."Smekklaust1. Björn Thoroddsen - Lúther Sextán plötuumslög komust á blað sem versta plötuumslag ársins. Sigurvegarinn er mjög ótvíræður því umslag nýjustu plötu gítarsénísins Björns Thoroddsen fékk yfirgnæfandi kosningu, allir álitsgjafarnir níu nefndu plötuumslagið hans! "Þetta er vinningshafinn yfir misheppnaðasta plötuumslagið. Þetta frík með vandræðalega aulaglottið vekur ekki upp hjá mér löngun til að hlusta á hana þessa." "Það ættu að vera lög um hver fengi að gera plötuumslög og miskunarlausar refsingar við brotum á þeim. Ef svo væri þá væri búið að dæma hönnuð þessa umslags til dauða." "Fær hæstu einkunn fyrir einlægni en verstu einkunn fyrir útlit. Á heima á báðum listunum en útlitið er svo rosalega illa heppnað að verri listinn verður fyrir valinu. Verð samt að segja að það er eitthvað einkennilega heillandi við það, janvel óhugnalega heillandi og dáleiðandi. Sennilega skrýtnasta umslag síðari ára."4. Jón Sigurðsson – Our Love Umslagið hjá hjartaknúsaranum úr Idol þykir ekki gott. "Er fimmhundruðkallinn farinn að vinna á Skjá Einum? Ég tók aldrei eftir því að hann væri svona rangeygður? Af hverju er hann með svona mikið meik? Af hverju er hann svona nálægt? Það er eins og hann sé að fara að anda á mann. Þetta er óþægilegt." "Hvaða sólheimaglott er þetta?" "Var virkilega enginn sem kom með þá athugsemd að Jón greyið væri svolítið vangefinn á þessari mynd? Það má líka benda á að nema þú sért Ricky Martin þá hentar extreme close up þér ekki." "Veit ekki hvort mér finnst asnalegri þessi eða Helgi Pé. Þessi er kannski skárri því hann er rangeygður. Það er dálítið töff." Álitsgjafar voru Birgir Örn Thoroddsen Curver, Bjaddni Hell grafíker, Egill Harðar grafíker, Freyr Eyjólfsson popplandari, Helga Óskarsdóttir myndlistarmaður, Katrín.is, Magga Hugrún blaðamaður, Sigrún í Gjörningaklúbbnum og Grjóni Kjartans Tvíhöfði.Skemmtilegt - en bara nasaþefur af höllu heila klabbinu í Fókus, sem fylgir DV í dag.
Menning Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira