Innlent

Helga Jónsdóttir borgarstjóri?

Flest bendir til þess að Þórólfur Árnason borgarstjóri láti af embætti í dag. Eins og greint var frá í DV í dag hvika Vinstrigrænir ekki frá því að hann njóti ekki lengur trausts allra flokka sem standa að Reykjavíkurlistanum en flokkurinn heldur fund í kvöld. Helst er rætt um að Helga Jónsdóttir borgarritari taki við borgarstjórastarfinu. Helga er staðgengill borgarstjóra og kom til greina síðast þegar borgarstjórastóllinn var laus. Heimildir DV herma að innan allra flokkanna þriggja geti menn sætt sig við að Helga taki við af Þórólfi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×