Skotleyfi á kennara? 5. nóvember 2004 00:01 Viðhorf til kennarastéttarinnar - Alma Vestmann kennari "Karlinn á kassanum" segir í síðasta tölublaði Víkurfrétta í Reykjanesbæ: "Kennaraverkfallið er svo sannarlega farið að hafa áhrif á börnin. Fyrir stuttu gerðust þeir hrikalegu atburðir að unglingar eyðilögðu leiði og legsteina í kirkjugarðinum í Keflavík. Ábyrgðarleysið hefur verið algjört og kallinn trúir því ekki að svona lagað sé gert með fullu ráði. Guð hjálpi okkur öllum!" Það skal engan undra að hann kalli Guð til hjálpar því hann þarf að ná betri yfirsýn á þau mál sem hann telur sig knúinn til að fjalla um. Í sama blaði í "Svörtu og sykurlausu" er fárast yfir því að Reykjanesbær skuli lána kennurum húsnæði í verkfallinu. Ég þakka bænum þá aðstöðu. Það er ekki gefið að sveitastjórnarmenn séu andvígir kennurum þótt þeir eigi í kjarabaráttu við stéttina. Fólk þarf að greiða útsvar til bæjarins til að reka það. Það er ekki nóg að greiða arð af fjármagnstekjum til ríkisins en láta sveitarfélögin lönd og leið og hrópa síðan á meiri fyrirgreiðslu og betri þjónustu. Nú kastar tólfunum! Kennarastéttin situr undir því ámæli að hún sé ábyrg fyrir drykkju, dópneyslu og skemmdarverkum unglinga. Við hvað takmarkast umfang kennslustarfsins? Eða eins og ein móðir sagði: "Það er ekki hægt að fara á veitingastað með börnin því skólinn kennir þeim enga borðsiði." Hvað felst í orðinu "samstarf" heimilis og skóla? Hverra er ábyrgðin og hver á að vinna þá vinnu sem það krefst? Foreldrasamtök heimilis og skóla hafa boðað til mótmælastöðu fyrir utan Alþingi. Í fyrra skiptið mættu svo fáir að umfjöllun náði varla til fjölmiðla. Í seinna skiptið taldi lögreglan um 500 manns, ekki einungis foreldra heldur foreldra og börn. Samstaðan og krafan um lögbundið skólastarf virðist ekki sterk eða er sinnuleysið orðið svo mikið á skóla- og uppeldismálum að einungis ein stétt er dregin til ábyrgðar? Hve mörg börn eru í skólum Reykjavíkur og nágrannabæjanna? Hve marga foreldra eiga þau? Á forsíðu Fréttablaðsins var mynd frá seinni fundinum af barni með áróðursspjald. Þetta er eitt af því jákvæða sem sést hefur og spjaldið hefur vafalaust glatt eitt gamalt kennarahjarta. Á því stóð: "Hærri laun fyrir Rósu, hún er góður kennari." Ég er 55 ára kennslukona og hef selt skólanum sál mína. Ég neita að sitja undir aðdróttunum "einhverra" í samfélaginu. Ég hef aldrei unnið með foreldrum sem hafa vegið að mér með þeim orðum sem sjá má í fjölmiðlum þessa dagana. Undantekningarlítið hef ég átt gott samstarf við foreldra. Ég velti því fyrir mér hvaðan þessi neikvæða afstaða kemur, er hún tilbúningur fjölmiðlamanna eða er annað uppi þegar kennarar eru hvergi nærri? Ég tel það hlutverk mitt að koma þeim einstaklingum sem ég kenni til nokkurs þroska en er orðin leið á að hlusta á klisjuna: "Þessir kennaraandskotar fá nóg laun fyrir að vera alltaf í fríi." Þið, sem teljið starfið svona girnilegt, ættuð að drífa ykkur í Kennaraháskólann eða Háskólann og sinna síðan þessu "slökunarstarfi". Þið sem skiljið álagið, sem kennarar starfa undir, ættuð að leggjast á sveif með þeim og koma skólamálum í lag svo kennarastéttin þurfi ekki á nokkurra ára fresti að fara í verkfall til að fá mannsæmandi laun. Fyrir tveimur árum var maðurinn minn, sem framhaldsskólakennari, í verkfalli í átta vikur og nú er ég búin að vera í sex. Við völdum að vera kennarar og erum stolt af en óneitanlega setur skugga á starfið vanvirðingin og þær endalausu kröfur sem þessi stétt býr við. Er það sjálfgefið að kennarar þurfi að vera launalausir á nokkurra ára fresti? Vilja aðrar stéttir missa laun sín á þennan hátt? "Þér var nær að velja þér þetta starf," sagði kona nokkur. Veit hún ekki að laun eru mannleg ákvörðun og breytingum undirorpin? Í næstu kosningum ætla ég að greiða atkvæði þeim alþingis- og sveitarstjórnarmönnum sem ég tel "góða". Það er ekki vænlegt að bjóða sig fram til verka sem maður ræður ekki við. Þið, sem buðuð ykkur fram til ábyrgðar á þjóðfélagi og sveitarfélögum, getið ekki vikið ykkur undan vinnunni sem fylgir. Getið þið ekki rekið skólana með reisn ættuð þið að íhuga annað starf sem þið getið sinnt með sóma. Miðlunartillaga er komin fram og kennarar ríða ekki feitum hesti frá samningum verði hún samþykkt. Hún nær varla að halda í við verðbólguna í þjóðfélaginu. Ég skora á þá kennara sem hafa barist fyrir betra skólastarfi að horfa til framtíðar og skoða vel þessa tillögu áður en þeir greiða atkvæði. Látið ekki stundarhagsmuni víkja fyrir betri framtíð. Verum samstiga og hvort sem jólin verða rauð eða hvít þá koma þau samt. Höfundur er kennari og námsráðgjafi við Myllubakkaskóla í Keflavík og er stolt af því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Viðhorf til kennarastéttarinnar - Alma Vestmann kennari "Karlinn á kassanum" segir í síðasta tölublaði Víkurfrétta í Reykjanesbæ: "Kennaraverkfallið er svo sannarlega farið að hafa áhrif á börnin. Fyrir stuttu gerðust þeir hrikalegu atburðir að unglingar eyðilögðu leiði og legsteina í kirkjugarðinum í Keflavík. Ábyrgðarleysið hefur verið algjört og kallinn trúir því ekki að svona lagað sé gert með fullu ráði. Guð hjálpi okkur öllum!" Það skal engan undra að hann kalli Guð til hjálpar því hann þarf að ná betri yfirsýn á þau mál sem hann telur sig knúinn til að fjalla um. Í sama blaði í "Svörtu og sykurlausu" er fárast yfir því að Reykjanesbær skuli lána kennurum húsnæði í verkfallinu. Ég þakka bænum þá aðstöðu. Það er ekki gefið að sveitastjórnarmenn séu andvígir kennurum þótt þeir eigi í kjarabaráttu við stéttina. Fólk þarf að greiða útsvar til bæjarins til að reka það. Það er ekki nóg að greiða arð af fjármagnstekjum til ríkisins en láta sveitarfélögin lönd og leið og hrópa síðan á meiri fyrirgreiðslu og betri þjónustu. Nú kastar tólfunum! Kennarastéttin situr undir því ámæli að hún sé ábyrg fyrir drykkju, dópneyslu og skemmdarverkum unglinga. Við hvað takmarkast umfang kennslustarfsins? Eða eins og ein móðir sagði: "Það er ekki hægt að fara á veitingastað með börnin því skólinn kennir þeim enga borðsiði." Hvað felst í orðinu "samstarf" heimilis og skóla? Hverra er ábyrgðin og hver á að vinna þá vinnu sem það krefst? Foreldrasamtök heimilis og skóla hafa boðað til mótmælastöðu fyrir utan Alþingi. Í fyrra skiptið mættu svo fáir að umfjöllun náði varla til fjölmiðla. Í seinna skiptið taldi lögreglan um 500 manns, ekki einungis foreldra heldur foreldra og börn. Samstaðan og krafan um lögbundið skólastarf virðist ekki sterk eða er sinnuleysið orðið svo mikið á skóla- og uppeldismálum að einungis ein stétt er dregin til ábyrgðar? Hve mörg börn eru í skólum Reykjavíkur og nágrannabæjanna? Hve marga foreldra eiga þau? Á forsíðu Fréttablaðsins var mynd frá seinni fundinum af barni með áróðursspjald. Þetta er eitt af því jákvæða sem sést hefur og spjaldið hefur vafalaust glatt eitt gamalt kennarahjarta. Á því stóð: "Hærri laun fyrir Rósu, hún er góður kennari." Ég er 55 ára kennslukona og hef selt skólanum sál mína. Ég neita að sitja undir aðdróttunum "einhverra" í samfélaginu. Ég hef aldrei unnið með foreldrum sem hafa vegið að mér með þeim orðum sem sjá má í fjölmiðlum þessa dagana. Undantekningarlítið hef ég átt gott samstarf við foreldra. Ég velti því fyrir mér hvaðan þessi neikvæða afstaða kemur, er hún tilbúningur fjölmiðlamanna eða er annað uppi þegar kennarar eru hvergi nærri? Ég tel það hlutverk mitt að koma þeim einstaklingum sem ég kenni til nokkurs þroska en er orðin leið á að hlusta á klisjuna: "Þessir kennaraandskotar fá nóg laun fyrir að vera alltaf í fríi." Þið, sem teljið starfið svona girnilegt, ættuð að drífa ykkur í Kennaraháskólann eða Háskólann og sinna síðan þessu "slökunarstarfi". Þið sem skiljið álagið, sem kennarar starfa undir, ættuð að leggjast á sveif með þeim og koma skólamálum í lag svo kennarastéttin þurfi ekki á nokkurra ára fresti að fara í verkfall til að fá mannsæmandi laun. Fyrir tveimur árum var maðurinn minn, sem framhaldsskólakennari, í verkfalli í átta vikur og nú er ég búin að vera í sex. Við völdum að vera kennarar og erum stolt af en óneitanlega setur skugga á starfið vanvirðingin og þær endalausu kröfur sem þessi stétt býr við. Er það sjálfgefið að kennarar þurfi að vera launalausir á nokkurra ára fresti? Vilja aðrar stéttir missa laun sín á þennan hátt? "Þér var nær að velja þér þetta starf," sagði kona nokkur. Veit hún ekki að laun eru mannleg ákvörðun og breytingum undirorpin? Í næstu kosningum ætla ég að greiða atkvæði þeim alþingis- og sveitarstjórnarmönnum sem ég tel "góða". Það er ekki vænlegt að bjóða sig fram til verka sem maður ræður ekki við. Þið, sem buðuð ykkur fram til ábyrgðar á þjóðfélagi og sveitarfélögum, getið ekki vikið ykkur undan vinnunni sem fylgir. Getið þið ekki rekið skólana með reisn ættuð þið að íhuga annað starf sem þið getið sinnt með sóma. Miðlunartillaga er komin fram og kennarar ríða ekki feitum hesti frá samningum verði hún samþykkt. Hún nær varla að halda í við verðbólguna í þjóðfélaginu. Ég skora á þá kennara sem hafa barist fyrir betra skólastarfi að horfa til framtíðar og skoða vel þessa tillögu áður en þeir greiða atkvæði. Látið ekki stundarhagsmuni víkja fyrir betri framtíð. Verum samstiga og hvort sem jólin verða rauð eða hvít þá koma þau samt. Höfundur er kennari og námsráðgjafi við Myllubakkaskóla í Keflavík og er stolt af því.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar