Spyrjið ykkar innri mann 3. nóvember 2004 00:01 Kennaradeilan - Valur Óskarsson Allt frá upphafi verkfalls okkar grunnskólakennara hefur það verið ljóst að ekki myndu takast samningar. Þau stóru mistök voru gerð fyrir nokkrum mánuðum að senda út nokkurs konar óskalista til kennara. Enginn vildi nefna of lágar tölur svo að lokum sat forystan uppi með óskir um 250.000 til handa byrjendum strax og kennsluskyldulækkun upp á 2 tíma á viku. Með þessar kröfur að leiðarljósi fór samninganefnd okkar af stað. Nær hefði verið að spyrja hvaða kjörum fólk teldi sig ná, ef það sæti í sáttanefnd. Ætli sæmilega skynsamt fólk hefði þá ekki nefnt svona 16% á samningstíma, þ.e.a.s. eins og sjómenn eru að fá. Það er nefnilega eitt að semja óskalista og senda hann ábyrgðarlaust til jólasveinsins en allt annað að sitja sjálfur á móti sveinka og reyna að herja út úr honum betri jólagjöf en seinast. Fyrir rúmum 4 árum voru byrjunarlaun grunnskólakennara ríflega 100.000 á mánuði en skánuðu töluvert við síðasta samning enda ekki vanþörf á. Engu að síður er það í meira lagi barnalegt að halda að það sé ekkert mál að ná samningi þar sem byrjandi fer strax í 250.000 enda væri þá um 150% hækkun að ræða á 5 árum. Við megum ekki leika okkur að því að fá fólk á móti stéttinni. Þannig var það með ólíkindum að heyra að margir trúnaðarmenn vildu láta krakkana hanga heima áfram á meðan við dúlluðum okkur við að skoða miðlunartillöguna. Haft var eftir kennara í blöðunum að það yrði erfiðara að skoða þetta eftir að krakkarnir væru komnir í skólann. Hvílíkt bull! Til allrar guðs lukku er formaður vor, Eiríkur, hættur að nenna að hlusta á þvætting. Loksins, loksins er runnin upp sú stund að forystan áttar sig á að trúnaðarmenn bergmála engan veginn skoðanir fjöldans. Samkvæmt sáttatillögunni er skólastjórapotturinn að mestu leyti kominn í föstu launin og einnig lækkar kennsluskylda um 2 tíma á samningstíma. Svo bregðast sumir illir við og tala um launalækkun þessu samfara. Já, en þið heimtuðuð þetta. Vissulega lækka sumir hvað varðar pottflokkana, en það gat hver heilvita maður séð fyrir. Haraldur veðurfræðingur væri varla lengi að benda á að ef ég fengi 4 bónusflokka og hann 2, þá mundi ég tapa ef þeim yrði skipt jafnt á milli okkar. Ég hef oft velt því fyrir mér hvort sveitastjórnarmenn hafi ekki gert stólpagrín að þessari óskiljanlegu kröfu. Niðri í verkfallsmiðstöð okkar heyrði ég mæta konu segja: Munið svo bara að greiða atkvæði eftir innihaldi sáttatillögunnar en ekki hugsa neitt um það að verkfall geti skollið á aftur. Ég get því miður ekki skilið þessa konu og aðra þá sem tala eins þessa dagana. Hvernig í ósköpunum á venjulegt fólk að geta horft framhjá þeirri staðreynd að eitt það ömurlegasta sem gæti hent okkur kennara og nemendur er að híma í verkfalli í svartasta skammdeginu. Góðir félagar. Ekki spyrja næsta mann heldur ykkar innri mann að þessu: Trúi ég því að á allra næstu dögum náist eitthvað miklu betra. Greiðið svo atkvæði samkvæmt því sem ykkar innri maður segir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Flóttafólk er bara fólk Úlfhildur Ólafsdóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Kennaradeilan - Valur Óskarsson Allt frá upphafi verkfalls okkar grunnskólakennara hefur það verið ljóst að ekki myndu takast samningar. Þau stóru mistök voru gerð fyrir nokkrum mánuðum að senda út nokkurs konar óskalista til kennara. Enginn vildi nefna of lágar tölur svo að lokum sat forystan uppi með óskir um 250.000 til handa byrjendum strax og kennsluskyldulækkun upp á 2 tíma á viku. Með þessar kröfur að leiðarljósi fór samninganefnd okkar af stað. Nær hefði verið að spyrja hvaða kjörum fólk teldi sig ná, ef það sæti í sáttanefnd. Ætli sæmilega skynsamt fólk hefði þá ekki nefnt svona 16% á samningstíma, þ.e.a.s. eins og sjómenn eru að fá. Það er nefnilega eitt að semja óskalista og senda hann ábyrgðarlaust til jólasveinsins en allt annað að sitja sjálfur á móti sveinka og reyna að herja út úr honum betri jólagjöf en seinast. Fyrir rúmum 4 árum voru byrjunarlaun grunnskólakennara ríflega 100.000 á mánuði en skánuðu töluvert við síðasta samning enda ekki vanþörf á. Engu að síður er það í meira lagi barnalegt að halda að það sé ekkert mál að ná samningi þar sem byrjandi fer strax í 250.000 enda væri þá um 150% hækkun að ræða á 5 árum. Við megum ekki leika okkur að því að fá fólk á móti stéttinni. Þannig var það með ólíkindum að heyra að margir trúnaðarmenn vildu láta krakkana hanga heima áfram á meðan við dúlluðum okkur við að skoða miðlunartillöguna. Haft var eftir kennara í blöðunum að það yrði erfiðara að skoða þetta eftir að krakkarnir væru komnir í skólann. Hvílíkt bull! Til allrar guðs lukku er formaður vor, Eiríkur, hættur að nenna að hlusta á þvætting. Loksins, loksins er runnin upp sú stund að forystan áttar sig á að trúnaðarmenn bergmála engan veginn skoðanir fjöldans. Samkvæmt sáttatillögunni er skólastjórapotturinn að mestu leyti kominn í föstu launin og einnig lækkar kennsluskylda um 2 tíma á samningstíma. Svo bregðast sumir illir við og tala um launalækkun þessu samfara. Já, en þið heimtuðuð þetta. Vissulega lækka sumir hvað varðar pottflokkana, en það gat hver heilvita maður séð fyrir. Haraldur veðurfræðingur væri varla lengi að benda á að ef ég fengi 4 bónusflokka og hann 2, þá mundi ég tapa ef þeim yrði skipt jafnt á milli okkar. Ég hef oft velt því fyrir mér hvort sveitastjórnarmenn hafi ekki gert stólpagrín að þessari óskiljanlegu kröfu. Niðri í verkfallsmiðstöð okkar heyrði ég mæta konu segja: Munið svo bara að greiða atkvæði eftir innihaldi sáttatillögunnar en ekki hugsa neitt um það að verkfall geti skollið á aftur. Ég get því miður ekki skilið þessa konu og aðra þá sem tala eins þessa dagana. Hvernig í ósköpunum á venjulegt fólk að geta horft framhjá þeirri staðreynd að eitt það ömurlegasta sem gæti hent okkur kennara og nemendur er að híma í verkfalli í svartasta skammdeginu. Góðir félagar. Ekki spyrja næsta mann heldur ykkar innri mann að þessu: Trúi ég því að á allra næstu dögum náist eitthvað miklu betra. Greiðið svo atkvæði samkvæmt því sem ykkar innri maður segir.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar