Sport

Grindavík vann Skallagrím

Fyrri leikirnir í 8-liða úrslitum Hópbílakeppninnar í körfuknattleik karla fóru fram í gær. Grindavík vann Skallagrím 90-78 í Borgarnesi. Darrell Lewis skoraði 32 stig fyrir Grindavík og Páll Axel Vilbergsson 25. KR vann Snæfell 78-74 á heimavelli. Damon Garris skoraði 23 stig fyrir KR og Sigurður Þorvaldsson 23 stig fyrir Snæfell. Keflavík burstaði ÍR í íþróttahúsi Seljaskóla 106-63. Antony Glover skoraði 26 stig fyrir Keflavík og Gunnar Einarsson 25. Njarðvík vann Hauka 81-59 í Hafnarfirði. Matt Sayman var stigahæstur hjá Njarðvík með 18 stig. Í Hópbílakeppni kvenna gerðu Haukar og KR jafntefli 63-63 í leik liðanna í Hafnarfirði. Þar sem leikið er heima og heiman var leikurinn ekki framlengdur. Helena Sverrisdóttir var stigahæst í leiknum, skoraði 25 stig fyrir Hauka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×