Sport

Gylfi orðaður við Cardiff

Gylfi Einarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, var í morgun orðaður við Cardiff City. Gylfi skoraði í síðasta leik sínum með Lilleström um helgina. Á vefnum Newnow.com kemur fram að Gylfi eigi í viðræðum um 18 mánaða samning við Cardiff City. Umboðsmaðurinn Dean Sheehan segir að Gylfi hafi í gær farið til Englands til viðræðna við forystumenn Cardiff. Leeds United hefur einnig lýst áhuga á því að fá Gylfa í sínar raðir. Bæði Leeds og Cardiff eru í neðri hluta 1. deildarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×