Sport

Árni skoraði 17 mörk

Þórsarinn Árni Þór Sigtryggsson skoraði hvorki fleiri né færri en sautján mörk þegar Þórsarar lögðu Valsmenn í SS-bikarkeppni HSÍ á Akureyri í gær, 34-26. Árni Þór skoraði aðeins eitt mark úr vítakasti. Grótta/KR lagði Fylki 33-20 og ÍR burstaði Þrótt frá Vogum með tuttugu marka mun, 35-15. Sextán liða úrslitum HSÍ lýkur í kvöld með fjórum leikjum sem allir hefjast á mismunandi tíma. Klukkan 18.30 mætast b-lið hauka og Bifröst, klukkan 19.15 mætast Stjarnan og ÍBV í Ásgarði, klukkan 20 tekur Afturelding á móti HK og klukkan 20.30 mætast a-lið Hauka og Fram á Ásvöllum í stórleik kvöldsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×