Sport

Vandar stjórninni ekki kveðjurnar

Þórhallur Dan Jóhannsson, fyrrum leikmaður Fylkis, vandaði forráðamönnum Fylkis ekki kveðjurnar í viðtali í Olíssporti á Sýn í gærkvöld en á mánudaginn slitnaði upp úr samningaviðræðum hans við félagið. Þá slitnaði einnig upp úr viðræðum Sævars Þórs Gíslasonar við Fylkis. Þórhallur Dan sagði í þættinum að það væri lygi sem fram kæmi í yfirlýsingu Fylkis að sér hefði verið boðinn svipaður samningur og hann hafði. Fylkismenn hefðu boðið sér þriðjungslækkun. Þá sagði hann að bæði Valur og Fram hefðu rætt við sig og það myndi skýrast í vikunni hvert hann færi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×