Sport

Krafa gerð um valkosti

"Eðlilegt væri að ef uppi eru hugmyndir um að setja upp skyndibitastað á borð við McDonalds á Laugardalsvellinum yrði fólki að minnsta kosti boðið upp á annan valkost," segir Anna Elísabet Ólafsdóttir, forstjóri Lýðheilsustöðvar. Meðal þess sem Knattspyrnusamband Íslands er að skoða er að gefa slíkum stöðum leyfi til að starfrækja sölustaði meðan landsleikir og aðrir stórir viðburðir fara fram á þjóðarleikvanginum. Anna segir að stofnun hennar leggi áherslu á gott aðgengi að heilsusamlegum stöðum en hún hafði ekki heyrt af þessum hugmyndum KSÍ. "Það er mikilvægt að ef slíkt er uppi á borðinu á Laugardalsvellinum þá hafi almenningur allavega val um eitthvað annað en hamborgara ef það kýs svo. Það er aðalatriðið gagnvart okkur."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×