Sport

Magni í eins leiks bann

Aganefnd Körfuknattleikssambands Íslands dæmdi Magna Hafsteinsson, leikmann Snæfells, í eins leiks bann á fundi nefndarinnar í gær. Bannið fær hann sjálfkrafa fyrir að fá á sig tvær tæknivillur í leik Hamars/Selfoss - Snæfells í síðustu viku. Dómari þess leiks bar einnig fram kæru þar sem hann taldi Magna hafa slegið til sín í þeim leik en aganefndin tók kæru hans ekki til greina. Þeir Fannar Helgason og Roy Robinson hlutu báðir tveggja leikja bann fyrir slagsmál í leik ÍR og Tindastóls um helgina. Eins fékk Kerbrell Brown sem leikið hefur með Skallagrími eins leiks bann en kappinn er farinn af landi brott.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×