Sport

Ívar skoraði sjálfsmark

Ívar Ingimarsson, fyrrum landsliðsmaður og leikmaður enska 1. deildarliðsins Reading, skoraði sjálfsmark gegn 1. deildarliði Watford í kvöld en liðin mættust í deildarbikarkeppninni. Watford fór með sigur af hólmi, 0-3, en annað mark þeirra kom aðeins einni mínútu áður en Ívar skoraði í eigið net, stuttu fyrir leikslok. Brynjar Björn Gunnarsson lék allan tímann með Watford en Heiðar Helguson var ekki í leikmannahópnum að þessu sinni´.  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×