Grétar langar til Englands 21. september 2004 00:01 Einn heitasti leikmaðurinn á leikmannamarkaðnum á Íslandi í dag er framherjinn Grétar Ólafur Hjartarson. Hann hefur leikið með Grindvíkingum undanfarin ár við góðan orðstír en nú vill hann reyna fyrir sér á nýjum vígstöðvum. Grétar Ólafur var markahæsti leikmaður úrvalsdeildar karla fyrir tveim árum síðan en missti af nánast öllu tímabilinu í fyrra vegna meiðsla. Hann kom síðan sterkur til leiks í sumar, skoraði 11 mörk og nældi sér í silfurskóinn. „Það er allt opið hjá mér,“ sagði Grétar Ólafur í samtali við Fréttablaðið í gær en fjöldi liða hefur spurst fyrir um hann í sumar. „Það er nóg í gangi en ekkert sem ég get þó sagt nákvæmlega frá í augnablikinu. Ég get þó sagt að ég er á leið til reynslu hjá ensku 2. deildarfélagi og sænsku úrvalsdeildarliði.“ Fyrir utan þessi tvö lið þá hafa komið fyrirspurnir frá fleiri löndum sem og að nokkur íslensk félög hafa nú þegar haft samband við Grétar og óskað eftir því að fá hann að samningaborðinu. „Stefnan hjá mér er að fara út þótt það sé fínt að vera á Íslandi. Ég er orðinn 27 ára gamall og ekki yngist maður. Ég tel mig vera nógu góðan til að fara út og vonandi gengur þetta eftir hjá mér,“ sagði Grétar og bætti við að helst langaði hann til þess að spila á Englandi. Grétar hefur áður reynt fyrir sér í atvinnumennsku með skoska félaginu Stirling Albion og síðan spilaði hann eitt ár með norska félaginu Lilleström en hann komst ekki í lið hjá þeim og var lánaður til Landskrona. Eftir eins árs dvöl í Noregi kom hann heim aftur og hann er ekki spenntur fyrir því að spila aftur í Noregi. „Mér finnst persónulega meira spennandi að spila á Íslandi en að vera úti í Noregi. Norski boltinn heillar mig engan veginn. Hann er leiðinlegur og snýst um lítið annað en kýlingar. Ég myndi hugsanlega íhuga að fara til Noregs ef ég væri 1,97 metrar á hæð,“ sagði Grétar og hló. „Ég er mun spenntari fyrir því að spila í Svíþjóð enda mun skemmtilegri fótbolti spilaður þar.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira
Einn heitasti leikmaðurinn á leikmannamarkaðnum á Íslandi í dag er framherjinn Grétar Ólafur Hjartarson. Hann hefur leikið með Grindvíkingum undanfarin ár við góðan orðstír en nú vill hann reyna fyrir sér á nýjum vígstöðvum. Grétar Ólafur var markahæsti leikmaður úrvalsdeildar karla fyrir tveim árum síðan en missti af nánast öllu tímabilinu í fyrra vegna meiðsla. Hann kom síðan sterkur til leiks í sumar, skoraði 11 mörk og nældi sér í silfurskóinn. „Það er allt opið hjá mér,“ sagði Grétar Ólafur í samtali við Fréttablaðið í gær en fjöldi liða hefur spurst fyrir um hann í sumar. „Það er nóg í gangi en ekkert sem ég get þó sagt nákvæmlega frá í augnablikinu. Ég get þó sagt að ég er á leið til reynslu hjá ensku 2. deildarfélagi og sænsku úrvalsdeildarliði.“ Fyrir utan þessi tvö lið þá hafa komið fyrirspurnir frá fleiri löndum sem og að nokkur íslensk félög hafa nú þegar haft samband við Grétar og óskað eftir því að fá hann að samningaborðinu. „Stefnan hjá mér er að fara út þótt það sé fínt að vera á Íslandi. Ég er orðinn 27 ára gamall og ekki yngist maður. Ég tel mig vera nógu góðan til að fara út og vonandi gengur þetta eftir hjá mér,“ sagði Grétar og bætti við að helst langaði hann til þess að spila á Englandi. Grétar hefur áður reynt fyrir sér í atvinnumennsku með skoska félaginu Stirling Albion og síðan spilaði hann eitt ár með norska félaginu Lilleström en hann komst ekki í lið hjá þeim og var lánaður til Landskrona. Eftir eins árs dvöl í Noregi kom hann heim aftur og hann er ekki spenntur fyrir því að spila aftur í Noregi. „Mér finnst persónulega meira spennandi að spila á Íslandi en að vera úti í Noregi. Norski boltinn heillar mig engan veginn. Hann er leiðinlegur og snýst um lítið annað en kýlingar. Ég myndi hugsanlega íhuga að fara til Noregs ef ég væri 1,97 metrar á hæð,“ sagði Grétar og hló. „Ég er mun spenntari fyrir því að spila í Svíþjóð enda mun skemmtilegri fótbolti spilaður þar.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira