Innlent

Lækur varð að fljóti

Bæjarlækurinn við Fagranes í Fagranesdal breyttist nánast í beljandi fljót í úrhellisrigningu í gær og í fyrrinótt. Að sögn lögreglunnar á Sauðarkróki er bóndinn á bænum með heimarafstöð í læknum og fylltust hjáveitugöngin af aur og drullu sem leiddi til þess að rafstöðvarlónið fylltist af vatni og lónið flaut yfir bakka sína. Vatnið flaut inn í hlöðu og náði að eyðileggja hátt í fimmtíu heyrúllur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×