Sport

Defoe gefur ekkert eftir

Framherjinn lipri hjá Tottenham, Jermain Defoe, segist ekki ætla að gefa eftir sæti sitt í enska landsliðinu þrautalaust. Þó að Michael Owen og Wayne Rooney séu heimsklassaframherjar ætli hann sér að reyna að komast fram fyrir annan hvorn eða báða í goggunarröðinni. Defoe hefur byrjað leiktíðina með glæsibrag bæði hjá Tottenham og landsliðinu og ekki loku fyrir það skotið að erfitt gæti orðið fyrir Sven Göran landsliðsþjálfara að líta framhjá honum í komandi leikjum landsliðsins. Hvorki Owen né Rooney hafa gert miklar rósir á tímabilinu, Owen á varamannabekknum hjá Real Madrid og Rooney í sjúkraþjálfunarherbergjum Everton og Manchester United.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×