Lífið

Heimildarmynd um Medúllu

Á dögunum kom út DVD-útgáfa af nýjustu plötu Bjarkar, Medúllu. Þar er meðal annars að finna heimildarmyndina "The Inner Or Deep Part of an Animal or Plant Structure," sem er orðabókaskýring á hugtakinu Medulla. Á íslensku myndi það útleggjast sem "innri eða dýpri hluti af dýri eða plöntu." Myndin var tekin upp á einu ári og voru tökustaðir heldur óvenjulegir, þ.e. Feneyjar, New York, Reykjavík, Kanaríeyjar, El Salvador og Brasilía. Leikstjóri var Ragnheiður Gestsdóttir, sem hafði áður gert heimildarmynd um gerð síðustu plötu Bjarkar, Vespertine. Fylgdi hún Björk eftir eins og skugginn við gerð plötunnar. Í viðtali á heimasíðu Bjarkar segist Ragnheiður hafa lært mikið á að vinna með Björk síðastliðin þrjú ár. Vill hún tvímælalaust halda áfram að vinna með henni enda kemur þeim ákaflega vel saman. Við gerð heimildarmyndarinnar segist Ragnheiður, eða Ragga eins og hún er kölluð, hafa séð mest eftir því að hafa ekki náð að mynda samstarfið á milli Bjarkar og Roberts Wyatt, fyrrum trommuleikara bresku sveitarinnar The Soft Machine, í laginu Submarine. Annars gekk allt eins og í sögu og hlakkar hún mikið til að vinna áfram með Björk í framtíðinni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.