Sæti strákurinn stefnir á útlönd 13. september 2004 00:01 Þorvaldur Davíð byrjaði ungur að leika og syngja og er nú svo komið að hann er í óða önn að læra hlutverk Claudes í Hárinu, en Jóhannes Haukur Jóhannesson sem leikur hann hverfur aftur til náms síðar í mánuðinum. Þorvaldur er búinn að leika minna hlutverk í söngleiknum fram að þessu og tekur stöðuhækkuninni fagnandi. Þorvaldur, sem þykir einn sætasti maður landsins, gerði fyrst garðinn frægan þegar hann lék Bugsy Malone í söngleik fyrir rúmlega tíu árum. Þegar hann var tólf ára talaði hann og söng fyrir Simba í íslenskri útgáfu Disneymyndarinnar Lion King, "Þá var ég með litlustrákarödd. Mér finnst alveg fáránlegt að hlusta á sjálfan mig í Lion King eða Bugsy, en það bara gaman," segir Þorvaldur. Þegar Þorvaldur fór í Versló sló hann strax í gegn í söngleiknum Thriller og síðan í Wake me up. Samhliða Wake me up lék hann í uppfærslu Hafnarfjarðarleikhússins á Sölku völku með Maríu Ellingsen og Gunnari Helgasyni. "Draumur minn er að fá tækifæri til að leika í söngleik byggðum á verkum Halldórs Laxness. Það væri sérstakt að fá Þorvald Bjarna og Birgittu Haukdal til að poppa þetta svolítið upp," segir Þorvaldur og hlær. Eftir leiksigrana í Versló og Hafnarfjarðarleikhúsinu langaði Þorvald að breyta til að tók þátt í að setja upp sýningu þar sem framhaldsskólarnir reiddu saman hesta sína. Hann starfaði líka sem hugmyndafræðingur og plöggari hjá Samma í 2001 nótt og segir það hafa verið mjög lærdómsríkt. Þorvaldur er nú að vinna við kvikmyndahátíðina Nordisk Panorama sem haldin verður í Regnboganum auk þess að syngja og leika í Hárinu. Hann segist vera nokkuð langt kominn með að læra nýja hlutverkið sitt og verður eflaust tilbúinn þegar kallið kemur, en það verður líklega í kringum 20. september. Nú slærðu endanlega í gegn er það ekki? "Ég veit það ekki, en ég ætla allavega að leggja mig hundrað prósent fram í sýninguna." Þegar sýningunum á Hárinu lýkur, sem ekki liggur fyrir í dag enda er salurinn alltaf fullsetinn og gamanið rétt að byrja að sögn Rúnars Freys leikstjóra, ætlar Þorvaldur að reyna að komast að í leiklistarskóla í útlöndum. Það ætti að vera honum hægt um vik enda er ferilskrá hans orðin nokkuð þétt miðað við að hann er rétt orðinn tvítugur. Þorvaldur er sonur Kristjáns Þorvaldssonar ritstjóra Séð og heyrt og þegar blaðamaður spyr hvort hann muni fá sérmeðferð þegar hann verður orðin heitasta stjarnan á landinu vill hann sem minnst um það hugsa. "Þú verður bara að spyrja hann að því ef af verður." Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Sjá meira
Þorvaldur Davíð byrjaði ungur að leika og syngja og er nú svo komið að hann er í óða önn að læra hlutverk Claudes í Hárinu, en Jóhannes Haukur Jóhannesson sem leikur hann hverfur aftur til náms síðar í mánuðinum. Þorvaldur er búinn að leika minna hlutverk í söngleiknum fram að þessu og tekur stöðuhækkuninni fagnandi. Þorvaldur, sem þykir einn sætasti maður landsins, gerði fyrst garðinn frægan þegar hann lék Bugsy Malone í söngleik fyrir rúmlega tíu árum. Þegar hann var tólf ára talaði hann og söng fyrir Simba í íslenskri útgáfu Disneymyndarinnar Lion King, "Þá var ég með litlustrákarödd. Mér finnst alveg fáránlegt að hlusta á sjálfan mig í Lion King eða Bugsy, en það bara gaman," segir Þorvaldur. Þegar Þorvaldur fór í Versló sló hann strax í gegn í söngleiknum Thriller og síðan í Wake me up. Samhliða Wake me up lék hann í uppfærslu Hafnarfjarðarleikhússins á Sölku völku með Maríu Ellingsen og Gunnari Helgasyni. "Draumur minn er að fá tækifæri til að leika í söngleik byggðum á verkum Halldórs Laxness. Það væri sérstakt að fá Þorvald Bjarna og Birgittu Haukdal til að poppa þetta svolítið upp," segir Þorvaldur og hlær. Eftir leiksigrana í Versló og Hafnarfjarðarleikhúsinu langaði Þorvald að breyta til að tók þátt í að setja upp sýningu þar sem framhaldsskólarnir reiddu saman hesta sína. Hann starfaði líka sem hugmyndafræðingur og plöggari hjá Samma í 2001 nótt og segir það hafa verið mjög lærdómsríkt. Þorvaldur er nú að vinna við kvikmyndahátíðina Nordisk Panorama sem haldin verður í Regnboganum auk þess að syngja og leika í Hárinu. Hann segist vera nokkuð langt kominn með að læra nýja hlutverkið sitt og verður eflaust tilbúinn þegar kallið kemur, en það verður líklega í kringum 20. september. Nú slærðu endanlega í gegn er það ekki? "Ég veit það ekki, en ég ætla allavega að leggja mig hundrað prósent fram í sýninguna." Þegar sýningunum á Hárinu lýkur, sem ekki liggur fyrir í dag enda er salurinn alltaf fullsetinn og gamanið rétt að byrja að sögn Rúnars Freys leikstjóra, ætlar Þorvaldur að reyna að komast að í leiklistarskóla í útlöndum. Það ætti að vera honum hægt um vik enda er ferilskrá hans orðin nokkuð þétt miðað við að hann er rétt orðinn tvítugur. Þorvaldur er sonur Kristjáns Þorvaldssonar ritstjóra Séð og heyrt og þegar blaðamaður spyr hvort hann muni fá sérmeðferð þegar hann verður orðin heitasta stjarnan á landinu vill hann sem minnst um það hugsa. "Þú verður bara að spyrja hann að því ef af verður."
Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Sjá meira