Sæti strákurinn stefnir á útlönd 13. september 2004 00:01 Þorvaldur Davíð byrjaði ungur að leika og syngja og er nú svo komið að hann er í óða önn að læra hlutverk Claudes í Hárinu, en Jóhannes Haukur Jóhannesson sem leikur hann hverfur aftur til náms síðar í mánuðinum. Þorvaldur er búinn að leika minna hlutverk í söngleiknum fram að þessu og tekur stöðuhækkuninni fagnandi. Þorvaldur, sem þykir einn sætasti maður landsins, gerði fyrst garðinn frægan þegar hann lék Bugsy Malone í söngleik fyrir rúmlega tíu árum. Þegar hann var tólf ára talaði hann og söng fyrir Simba í íslenskri útgáfu Disneymyndarinnar Lion King, "Þá var ég með litlustrákarödd. Mér finnst alveg fáránlegt að hlusta á sjálfan mig í Lion King eða Bugsy, en það bara gaman," segir Þorvaldur. Þegar Þorvaldur fór í Versló sló hann strax í gegn í söngleiknum Thriller og síðan í Wake me up. Samhliða Wake me up lék hann í uppfærslu Hafnarfjarðarleikhússins á Sölku völku með Maríu Ellingsen og Gunnari Helgasyni. "Draumur minn er að fá tækifæri til að leika í söngleik byggðum á verkum Halldórs Laxness. Það væri sérstakt að fá Þorvald Bjarna og Birgittu Haukdal til að poppa þetta svolítið upp," segir Þorvaldur og hlær. Eftir leiksigrana í Versló og Hafnarfjarðarleikhúsinu langaði Þorvald að breyta til að tók þátt í að setja upp sýningu þar sem framhaldsskólarnir reiddu saman hesta sína. Hann starfaði líka sem hugmyndafræðingur og plöggari hjá Samma í 2001 nótt og segir það hafa verið mjög lærdómsríkt. Þorvaldur er nú að vinna við kvikmyndahátíðina Nordisk Panorama sem haldin verður í Regnboganum auk þess að syngja og leika í Hárinu. Hann segist vera nokkuð langt kominn með að læra nýja hlutverkið sitt og verður eflaust tilbúinn þegar kallið kemur, en það verður líklega í kringum 20. september. Nú slærðu endanlega í gegn er það ekki? "Ég veit það ekki, en ég ætla allavega að leggja mig hundrað prósent fram í sýninguna." Þegar sýningunum á Hárinu lýkur, sem ekki liggur fyrir í dag enda er salurinn alltaf fullsetinn og gamanið rétt að byrja að sögn Rúnars Freys leikstjóra, ætlar Þorvaldur að reyna að komast að í leiklistarskóla í útlöndum. Það ætti að vera honum hægt um vik enda er ferilskrá hans orðin nokkuð þétt miðað við að hann er rétt orðinn tvítugur. Þorvaldur er sonur Kristjáns Þorvaldssonar ritstjóra Séð og heyrt og þegar blaðamaður spyr hvort hann muni fá sérmeðferð þegar hann verður orðin heitasta stjarnan á landinu vill hann sem minnst um það hugsa. "Þú verður bara að spyrja hann að því ef af verður." Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira
Þorvaldur Davíð byrjaði ungur að leika og syngja og er nú svo komið að hann er í óða önn að læra hlutverk Claudes í Hárinu, en Jóhannes Haukur Jóhannesson sem leikur hann hverfur aftur til náms síðar í mánuðinum. Þorvaldur er búinn að leika minna hlutverk í söngleiknum fram að þessu og tekur stöðuhækkuninni fagnandi. Þorvaldur, sem þykir einn sætasti maður landsins, gerði fyrst garðinn frægan þegar hann lék Bugsy Malone í söngleik fyrir rúmlega tíu árum. Þegar hann var tólf ára talaði hann og söng fyrir Simba í íslenskri útgáfu Disneymyndarinnar Lion King, "Þá var ég með litlustrákarödd. Mér finnst alveg fáránlegt að hlusta á sjálfan mig í Lion King eða Bugsy, en það bara gaman," segir Þorvaldur. Þegar Þorvaldur fór í Versló sló hann strax í gegn í söngleiknum Thriller og síðan í Wake me up. Samhliða Wake me up lék hann í uppfærslu Hafnarfjarðarleikhússins á Sölku völku með Maríu Ellingsen og Gunnari Helgasyni. "Draumur minn er að fá tækifæri til að leika í söngleik byggðum á verkum Halldórs Laxness. Það væri sérstakt að fá Þorvald Bjarna og Birgittu Haukdal til að poppa þetta svolítið upp," segir Þorvaldur og hlær. Eftir leiksigrana í Versló og Hafnarfjarðarleikhúsinu langaði Þorvald að breyta til að tók þátt í að setja upp sýningu þar sem framhaldsskólarnir reiddu saman hesta sína. Hann starfaði líka sem hugmyndafræðingur og plöggari hjá Samma í 2001 nótt og segir það hafa verið mjög lærdómsríkt. Þorvaldur er nú að vinna við kvikmyndahátíðina Nordisk Panorama sem haldin verður í Regnboganum auk þess að syngja og leika í Hárinu. Hann segist vera nokkuð langt kominn með að læra nýja hlutverkið sitt og verður eflaust tilbúinn þegar kallið kemur, en það verður líklega í kringum 20. september. Nú slærðu endanlega í gegn er það ekki? "Ég veit það ekki, en ég ætla allavega að leggja mig hundrað prósent fram í sýninguna." Þegar sýningunum á Hárinu lýkur, sem ekki liggur fyrir í dag enda er salurinn alltaf fullsetinn og gamanið rétt að byrja að sögn Rúnars Freys leikstjóra, ætlar Þorvaldur að reyna að komast að í leiklistarskóla í útlöndum. Það ætti að vera honum hægt um vik enda er ferilskrá hans orðin nokkuð þétt miðað við að hann er rétt orðinn tvítugur. Þorvaldur er sonur Kristjáns Þorvaldssonar ritstjóra Séð og heyrt og þegar blaðamaður spyr hvort hann muni fá sérmeðferð þegar hann verður orðin heitasta stjarnan á landinu vill hann sem minnst um það hugsa. "Þú verður bara að spyrja hann að því ef af verður."
Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira