Sport

Ólafur samdi aftur við Framara

Framarar gengu um helgina frá samkomulagi við Ólaf Kristjánsson þess efnis að hann verði áfram við stjórnvölinn í Safamýrinni næstu tvö árin. Framarar eru mjög ánægðir með störf Ólafs en hann tók við liðinu á miðju sumri eftir að Rúmeninni Ion Geolgau sagði starfi sínu lausu í kjölfar afar daprar byrjunar liðsins í Landbankadeildinni. Forráðamenn Fram segja Ólaf hafa náð því besta fram hjá mörgum af leikmönnum liðsins Ólafur mun taka sér frí að Íslandsmótinu afloknu, fram að áramótum, til að ganga frá sínum málum í Danmörku, en þar hefur hann dvalið undanfarin ár. n



Fleiri fréttir

Sjá meira


×