Sport

Everton vill Djorkaeff

Forráðamenn Everton eru á höttunum eftir franska framherjanum Youri Djorkaeff sem orðinn er 36 ára gamall. Djorkaeff hefur leikið með Bolton undanfarin tvö keppnistímabil en vildi ekki gera nýjan samning við félagið. Hann hefur haldið til í Frakklandi þar sem hann heldur sér í formi en hann hefur látið hafa eftir sér að hann vilji gjarnan snúa aftur í ensku úrvalsdeildina. Forráðamenn Everton reyna nú allt hvað þeir geta til að fylla skarðið sem Wayne Rooney skildi eftir sig þegar hann gekk í raðir Manchester United.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×