Sport

Shearer fagnar komu Souness

Alan Shearer segist fagna komu Skotans Graeme Souness til Newcastle. Hann segir að Souness sé einmitt framkvæmdastjórinn sem Newcastle þurfi á að halda. Hann segir Skotann koma með það til félagsins sem það þurfi einna mest á að halda - aga, innan vallar sem utan. "Hann er framkvæmdastjóri í fremstu röð og ég efast ekki um að góðir tímar séu framundan hjá Newcastle. Ég mun þurfa að berjast fyrir sæti mínu í byrjunarliðinu eins og allir aðrir leikmenn og mun leggja allt í sölurnar," sagði Shearer.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×