Takk fyrir Framsóknarkonur 27. ágúst 2004 00:01 Konur og stjórnmál - Signý Sigurðardóttir, áhugamaður um þjóðfélagmál Það er langt síðan ég hef hlustað á pólitíska ræðu sem hefur valdið mér gæsahúð. Það er langt síðan pólitísk ræða hefur orðið til þess að mig langaði að hlaupa út á götu og hrópa húrra! Það gerðist á miðvikudaginn. Úrdráttur úr ræðu Sigrúnar Magnúsdóttur sem sendur var í loftið í Speglinum í fyrrakvöld var frábær – stórkostlegur og varð til þess að mig langaði að fá að vera með. Mig langaði að hlaupa út á götu og hrópa húrra fyrir ykkur framsóknarkonur – Takk þúsund sinnum! Vitið þið hversu frábært framlag þið hafið fært til jafnréttisbaráttunnar síðustu daga og vikur? Ef ekki, er rétt að þið vitið það – þið hafið fært okkur fram um mörg skref gott ef ekki marga áratugi fram á við. Þið hafið kippt okkur út úr lágværu kjökri örfárra einstaklinga yfir í háværan kröfuharðan hóp sem gefur ekkert eftir. Hóp sem ekki leynir sér að er til alls vís! Allar konur sem láta sig jafnréttismál varða af alvöru hljóta að fagna óumræðilega þessa dagana. Gleðilegast af öllu er sú staðreynd að þessi þétta gagnrýni og samheldni kvenna innan Framsóknarflokksins hefur náð út fyrir raðir hans, meira að segja einhverjar sjálfstæðiskonur virðast fagna. Þannig mátti lesa í grein í Morgunblaðinu að Helga Guðrún Jónasdóttir gagnrýndi orð Dagnýjar Jónsdóttur um "hæfni" einstaklinga og er vonandi að sú fáránlega lokun á jafnréttisumræðunni sé nú kveðin í kútinn í eitt skipti fyrir öll. Konur þurfa ekki að finna verkfærin fyrir karlmennina til að þagga niður í jafnréttisumræðunni þeir eru alveg nægilega duglegir við það án okkar hjálpar. Það er ótrúleg móðgun og lítilsvirðing sem felst í því að konur skuli nú um langa hríð hafa hafið þennan söng um að sá "hæfasti" skuli ráðinn í hvert skipti sem umræðan snýst um ráðningu kvenna en að þær þegi þunnu hljóði í öll þau þúsund skipti þar sem karlmenn fá ráðningu út á það eitt að vera af réttu kyni. Hvers vegna haldið þið að Davíð Oddsson hafi tilnefnt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur í embætti menntamálaráðherra og Sigríði Önnu Þórðardóttur í embætti umhverfisráðherra í kjölfar síðustu kosninga? Hvers vegna haldið þið að Össur Skarphéðinsson hafi náð því að verða fyrsti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður í síðustu kosningum? Hvers vegna skyldu fleiri konur en karlar hafa kosið Framsóknarflokkinn í síðustu kosningum? Eru ekki skilaboðin skýr? Við getum breytt ásýnd samfélagsins eins og við viljum! Við getum haft stórkostleg áhrif með því að beita því valdi sem við höfum. Hugsið ykkur bara ef okkur tækist að upplifa þann stórkostlega dag að geta haft fullkomlega sjálfstæða skoðun – óháð kynferði? Hugsið ykkur ef við gætum einn dag leyft okkur að deila og vera ósammála á fullkomlega málefnalegan hátt án þess að kynjabreytan komi þar nokkuð við sögu? Við getum unnið að því að þessi dagur komi – galdurinn er sá að standa saman í baráttunni og styðja hvor aðra í þessari baráttu sem sameinar okkur allar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Konur og stjórnmál - Signý Sigurðardóttir, áhugamaður um þjóðfélagmál Það er langt síðan ég hef hlustað á pólitíska ræðu sem hefur valdið mér gæsahúð. Það er langt síðan pólitísk ræða hefur orðið til þess að mig langaði að hlaupa út á götu og hrópa húrra! Það gerðist á miðvikudaginn. Úrdráttur úr ræðu Sigrúnar Magnúsdóttur sem sendur var í loftið í Speglinum í fyrrakvöld var frábær – stórkostlegur og varð til þess að mig langaði að fá að vera með. Mig langaði að hlaupa út á götu og hrópa húrra fyrir ykkur framsóknarkonur – Takk þúsund sinnum! Vitið þið hversu frábært framlag þið hafið fært til jafnréttisbaráttunnar síðustu daga og vikur? Ef ekki, er rétt að þið vitið það – þið hafið fært okkur fram um mörg skref gott ef ekki marga áratugi fram á við. Þið hafið kippt okkur út úr lágværu kjökri örfárra einstaklinga yfir í háværan kröfuharðan hóp sem gefur ekkert eftir. Hóp sem ekki leynir sér að er til alls vís! Allar konur sem láta sig jafnréttismál varða af alvöru hljóta að fagna óumræðilega þessa dagana. Gleðilegast af öllu er sú staðreynd að þessi þétta gagnrýni og samheldni kvenna innan Framsóknarflokksins hefur náð út fyrir raðir hans, meira að segja einhverjar sjálfstæðiskonur virðast fagna. Þannig mátti lesa í grein í Morgunblaðinu að Helga Guðrún Jónasdóttir gagnrýndi orð Dagnýjar Jónsdóttur um "hæfni" einstaklinga og er vonandi að sú fáránlega lokun á jafnréttisumræðunni sé nú kveðin í kútinn í eitt skipti fyrir öll. Konur þurfa ekki að finna verkfærin fyrir karlmennina til að þagga niður í jafnréttisumræðunni þeir eru alveg nægilega duglegir við það án okkar hjálpar. Það er ótrúleg móðgun og lítilsvirðing sem felst í því að konur skuli nú um langa hríð hafa hafið þennan söng um að sá "hæfasti" skuli ráðinn í hvert skipti sem umræðan snýst um ráðningu kvenna en að þær þegi þunnu hljóði í öll þau þúsund skipti þar sem karlmenn fá ráðningu út á það eitt að vera af réttu kyni. Hvers vegna haldið þið að Davíð Oddsson hafi tilnefnt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur í embætti menntamálaráðherra og Sigríði Önnu Þórðardóttur í embætti umhverfisráðherra í kjölfar síðustu kosninga? Hvers vegna haldið þið að Össur Skarphéðinsson hafi náð því að verða fyrsti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður í síðustu kosningum? Hvers vegna skyldu fleiri konur en karlar hafa kosið Framsóknarflokkinn í síðustu kosningum? Eru ekki skilaboðin skýr? Við getum breytt ásýnd samfélagsins eins og við viljum! Við getum haft stórkostleg áhrif með því að beita því valdi sem við höfum. Hugsið ykkur bara ef okkur tækist að upplifa þann stórkostlega dag að geta haft fullkomlega sjálfstæða skoðun – óháð kynferði? Hugsið ykkur ef við gætum einn dag leyft okkur að deila og vera ósammála á fullkomlega málefnalegan hátt án þess að kynjabreytan komi þar nokkuð við sögu? Við getum unnið að því að þessi dagur komi – galdurinn er sá að standa saman í baráttunni og styðja hvor aðra í þessari baráttu sem sameinar okkur allar.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar