Takk fyrir Framsóknarkonur 27. ágúst 2004 00:01 Konur og stjórnmál - Signý Sigurðardóttir, áhugamaður um þjóðfélagmál Það er langt síðan ég hef hlustað á pólitíska ræðu sem hefur valdið mér gæsahúð. Það er langt síðan pólitísk ræða hefur orðið til þess að mig langaði að hlaupa út á götu og hrópa húrra! Það gerðist á miðvikudaginn. Úrdráttur úr ræðu Sigrúnar Magnúsdóttur sem sendur var í loftið í Speglinum í fyrrakvöld var frábær – stórkostlegur og varð til þess að mig langaði að fá að vera með. Mig langaði að hlaupa út á götu og hrópa húrra fyrir ykkur framsóknarkonur – Takk þúsund sinnum! Vitið þið hversu frábært framlag þið hafið fært til jafnréttisbaráttunnar síðustu daga og vikur? Ef ekki, er rétt að þið vitið það – þið hafið fært okkur fram um mörg skref gott ef ekki marga áratugi fram á við. Þið hafið kippt okkur út úr lágværu kjökri örfárra einstaklinga yfir í háværan kröfuharðan hóp sem gefur ekkert eftir. Hóp sem ekki leynir sér að er til alls vís! Allar konur sem láta sig jafnréttismál varða af alvöru hljóta að fagna óumræðilega þessa dagana. Gleðilegast af öllu er sú staðreynd að þessi þétta gagnrýni og samheldni kvenna innan Framsóknarflokksins hefur náð út fyrir raðir hans, meira að segja einhverjar sjálfstæðiskonur virðast fagna. Þannig mátti lesa í grein í Morgunblaðinu að Helga Guðrún Jónasdóttir gagnrýndi orð Dagnýjar Jónsdóttur um "hæfni" einstaklinga og er vonandi að sú fáránlega lokun á jafnréttisumræðunni sé nú kveðin í kútinn í eitt skipti fyrir öll. Konur þurfa ekki að finna verkfærin fyrir karlmennina til að þagga niður í jafnréttisumræðunni þeir eru alveg nægilega duglegir við það án okkar hjálpar. Það er ótrúleg móðgun og lítilsvirðing sem felst í því að konur skuli nú um langa hríð hafa hafið þennan söng um að sá "hæfasti" skuli ráðinn í hvert skipti sem umræðan snýst um ráðningu kvenna en að þær þegi þunnu hljóði í öll þau þúsund skipti þar sem karlmenn fá ráðningu út á það eitt að vera af réttu kyni. Hvers vegna haldið þið að Davíð Oddsson hafi tilnefnt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur í embætti menntamálaráðherra og Sigríði Önnu Þórðardóttur í embætti umhverfisráðherra í kjölfar síðustu kosninga? Hvers vegna haldið þið að Össur Skarphéðinsson hafi náð því að verða fyrsti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður í síðustu kosningum? Hvers vegna skyldu fleiri konur en karlar hafa kosið Framsóknarflokkinn í síðustu kosningum? Eru ekki skilaboðin skýr? Við getum breytt ásýnd samfélagsins eins og við viljum! Við getum haft stórkostleg áhrif með því að beita því valdi sem við höfum. Hugsið ykkur bara ef okkur tækist að upplifa þann stórkostlega dag að geta haft fullkomlega sjálfstæða skoðun – óháð kynferði? Hugsið ykkur ef við gætum einn dag leyft okkur að deila og vera ósammála á fullkomlega málefnalegan hátt án þess að kynjabreytan komi þar nokkuð við sögu? Við getum unnið að því að þessi dagur komi – galdurinn er sá að standa saman í baráttunni og styðja hvor aðra í þessari baráttu sem sameinar okkur allar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Konur og stjórnmál - Signý Sigurðardóttir, áhugamaður um þjóðfélagmál Það er langt síðan ég hef hlustað á pólitíska ræðu sem hefur valdið mér gæsahúð. Það er langt síðan pólitísk ræða hefur orðið til þess að mig langaði að hlaupa út á götu og hrópa húrra! Það gerðist á miðvikudaginn. Úrdráttur úr ræðu Sigrúnar Magnúsdóttur sem sendur var í loftið í Speglinum í fyrrakvöld var frábær – stórkostlegur og varð til þess að mig langaði að fá að vera með. Mig langaði að hlaupa út á götu og hrópa húrra fyrir ykkur framsóknarkonur – Takk þúsund sinnum! Vitið þið hversu frábært framlag þið hafið fært til jafnréttisbaráttunnar síðustu daga og vikur? Ef ekki, er rétt að þið vitið það – þið hafið fært okkur fram um mörg skref gott ef ekki marga áratugi fram á við. Þið hafið kippt okkur út úr lágværu kjökri örfárra einstaklinga yfir í háværan kröfuharðan hóp sem gefur ekkert eftir. Hóp sem ekki leynir sér að er til alls vís! Allar konur sem láta sig jafnréttismál varða af alvöru hljóta að fagna óumræðilega þessa dagana. Gleðilegast af öllu er sú staðreynd að þessi þétta gagnrýni og samheldni kvenna innan Framsóknarflokksins hefur náð út fyrir raðir hans, meira að segja einhverjar sjálfstæðiskonur virðast fagna. Þannig mátti lesa í grein í Morgunblaðinu að Helga Guðrún Jónasdóttir gagnrýndi orð Dagnýjar Jónsdóttur um "hæfni" einstaklinga og er vonandi að sú fáránlega lokun á jafnréttisumræðunni sé nú kveðin í kútinn í eitt skipti fyrir öll. Konur þurfa ekki að finna verkfærin fyrir karlmennina til að þagga niður í jafnréttisumræðunni þeir eru alveg nægilega duglegir við það án okkar hjálpar. Það er ótrúleg móðgun og lítilsvirðing sem felst í því að konur skuli nú um langa hríð hafa hafið þennan söng um að sá "hæfasti" skuli ráðinn í hvert skipti sem umræðan snýst um ráðningu kvenna en að þær þegi þunnu hljóði í öll þau þúsund skipti þar sem karlmenn fá ráðningu út á það eitt að vera af réttu kyni. Hvers vegna haldið þið að Davíð Oddsson hafi tilnefnt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur í embætti menntamálaráðherra og Sigríði Önnu Þórðardóttur í embætti umhverfisráðherra í kjölfar síðustu kosninga? Hvers vegna haldið þið að Össur Skarphéðinsson hafi náð því að verða fyrsti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður í síðustu kosningum? Hvers vegna skyldu fleiri konur en karlar hafa kosið Framsóknarflokkinn í síðustu kosningum? Eru ekki skilaboðin skýr? Við getum breytt ásýnd samfélagsins eins og við viljum! Við getum haft stórkostleg áhrif með því að beita því valdi sem við höfum. Hugsið ykkur bara ef okkur tækist að upplifa þann stórkostlega dag að geta haft fullkomlega sjálfstæða skoðun – óháð kynferði? Hugsið ykkur ef við gætum einn dag leyft okkur að deila og vera ósammála á fullkomlega málefnalegan hátt án þess að kynjabreytan komi þar nokkuð við sögu? Við getum unnið að því að þessi dagur komi – galdurinn er sá að standa saman í baráttunni og styðja hvor aðra í þessari baráttu sem sameinar okkur allar.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun