Erlent

Fyrsta þing Sómalíu í 13 ár

Fyrsta þing Sómalíu í 13 ár verður að öllum líkindum að veruleika í dag, þegar innsetning þess verður haldin í höfuðborg Kenya, Nairobi. Komist hefur verið að samkomulagi um 275 þingsæti en umræður hafa staðið í tvö ár milli stjórnmálaflokka. Innsetningunni hefur verið fresta þrisvar sinnum síðan í júlí. Ekkert eiginlegt þing hefur verið í Sómalíu frá árinu 1991 þegar stjórninni var steypt af stóli. Í kjölfarið fylgdi áralöng hrina ofbeldis og stjórnleysis. Þetta hefur orðið til þess að lífslíkur manna þar í landi hafa hrunið. Lífslíkur kvenna eru 48 ár og karla 45ár. Þrettán sinnum hefur mistekist að koma á stjórn í landinu. Stríðandi fylkingar skrifuðu undir friðarsamning í janúar á þessu ári. Þar var ákveðið að fjórir stærstu ættflokkar landsins fengju 61 sæti í nýrri stjórn. Þó þetta sé skref í rétta átt er ekki þar með sagt að nú ríki friður í Sómalíu. Fréttaritari BBC í Sómalíu segir landið yfirfullt af vopnum. Þá hafi tvö fylki í norðurhluta landsins, Somaliland og Puntland lýst yfir sjálfstæði og yfirvöld í Somaliland hafa ekki viljað taka þátt í stjórnarviðræðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×