Bannað að segja brandara á setti 20. ágúst 2004 00:01 "Maður þarf að vera ansi strangur leikstjóri við fólk sem er svona innstillt," segir kvikmyndagerðarmaðurinn Óskar Jónasson aðspurður um hvernig það sé að halda utan um húmoristana í Svínasúpunni en fyrsti þáttur í nýrri seríu verður sýndur á Stöð 2 í kvöld. "Ég hef til dæmis þurft að gera þá kröfu að það sé bannað að segja brandara og sögur á setti svo dagurinn spænist ekki upp í einhverja vitleysu." Eins og gefur að skilja nýtur regla Óskars ekki mikilla vinsælda hjá Svínasúpumeðlimum en brot á henni kallar á refsingu. "Ef reglan er brotin þá kostar það eina bjórkippu fyrir viðkomandi og því miður hefur mikill bjór runnið til sjávar á tökutímanum," segir Óskar. Efni fyrsta þáttarins verður í anda liðinnar Svínasúpu. "Það verður pínu ponsu nekt í fyrsta þættinum," segir Óskar en hvert mannsbarn hér á landi ætti löngu að vera orðið vant því að sjá Svínasúpu meðlimi fækka fötunum eða í það minnsta fáklæddan Sveppa að dilla rassinum. "Sveppi er reyndar ekki nakinn að þessu sinni en ég get lofað loðnum rassi engu að síður. Þarna verður líka mjög djöfullegt kynlíf á ferðinni en ég má ekki segja meira um það. Svo sjáum við vísindamann með afbrigðilega kynhneigð og söngvaranum Geir Ólafssyni bregða fyrir." Miðað við innihaldslýsinguna skyldi ætla að ný Svínasúpa sé ekki vera við hæfi barna. "Við vorum reyndar beðin um fjölskylduvænni seríu en síðast en þetta var það skásta sem við gátum komið með. Það er bara svo mikið að gerast neðanbeltis hjá þessu fólki að hugsunarstöðvarnar ná hreinlega ekki ofar," segir Óskar og firrar sig þar með af allri ábyrgð á efni þáttanna. Að sögn Óskars verða þó pínulítið öðruvísi áherslur í nýju seríunni. "Það verður minna um furðuleg atriði og meira af uppákomum sem gætu átt sér stað í lífinu, eitthvað sem manni finnst maður hafa séð eða vildi gjarna sjá gerast. Svo erum við komin með meiri reynslu en síðast, í því að skrifa, leikstýra og leika." Auk sex leikara sem voru í fyrstu seríunni birtist Jón Gnarr sem gestaleikari í nýju þáttunum. Þrándur Jensson hefur líka bæst í hóp handritshöfunda Svínasúpunnar. "Hann kemur með erfiðu og dýru atriðin," segir Óskar sem er í þann mund að leggja lokahönd á að klippa atriði sem Þrándur samdi. "Þetta voru 19 blaðsíður þegar hann lét mig upphaflega handritið en ég stytti það niður í þrjár. Atriðið fjallar um íslenskan leikara sem er að gera það gott í Hollywood og tekur að sér að leika öll hlutverk sem hefðu fallið Arnold Schwarzenegger í skaut ef hann hefði ekki snúið sér að pólitíkinni." Fyrsti þáttur nýrrar seríu sem inniheldur samtals átta þætti verður á dagskrá Stöðvar 2 tuttugu mínútur yfir níu í kvöld en framhaldið veltur svo á viðbrögðum áhorfenda. Menning Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Sjá meira
"Maður þarf að vera ansi strangur leikstjóri við fólk sem er svona innstillt," segir kvikmyndagerðarmaðurinn Óskar Jónasson aðspurður um hvernig það sé að halda utan um húmoristana í Svínasúpunni en fyrsti þáttur í nýrri seríu verður sýndur á Stöð 2 í kvöld. "Ég hef til dæmis þurft að gera þá kröfu að það sé bannað að segja brandara og sögur á setti svo dagurinn spænist ekki upp í einhverja vitleysu." Eins og gefur að skilja nýtur regla Óskars ekki mikilla vinsælda hjá Svínasúpumeðlimum en brot á henni kallar á refsingu. "Ef reglan er brotin þá kostar það eina bjórkippu fyrir viðkomandi og því miður hefur mikill bjór runnið til sjávar á tökutímanum," segir Óskar. Efni fyrsta þáttarins verður í anda liðinnar Svínasúpu. "Það verður pínu ponsu nekt í fyrsta þættinum," segir Óskar en hvert mannsbarn hér á landi ætti löngu að vera orðið vant því að sjá Svínasúpu meðlimi fækka fötunum eða í það minnsta fáklæddan Sveppa að dilla rassinum. "Sveppi er reyndar ekki nakinn að þessu sinni en ég get lofað loðnum rassi engu að síður. Þarna verður líka mjög djöfullegt kynlíf á ferðinni en ég má ekki segja meira um það. Svo sjáum við vísindamann með afbrigðilega kynhneigð og söngvaranum Geir Ólafssyni bregða fyrir." Miðað við innihaldslýsinguna skyldi ætla að ný Svínasúpa sé ekki vera við hæfi barna. "Við vorum reyndar beðin um fjölskylduvænni seríu en síðast en þetta var það skásta sem við gátum komið með. Það er bara svo mikið að gerast neðanbeltis hjá þessu fólki að hugsunarstöðvarnar ná hreinlega ekki ofar," segir Óskar og firrar sig þar með af allri ábyrgð á efni þáttanna. Að sögn Óskars verða þó pínulítið öðruvísi áherslur í nýju seríunni. "Það verður minna um furðuleg atriði og meira af uppákomum sem gætu átt sér stað í lífinu, eitthvað sem manni finnst maður hafa séð eða vildi gjarna sjá gerast. Svo erum við komin með meiri reynslu en síðast, í því að skrifa, leikstýra og leika." Auk sex leikara sem voru í fyrstu seríunni birtist Jón Gnarr sem gestaleikari í nýju þáttunum. Þrándur Jensson hefur líka bæst í hóp handritshöfunda Svínasúpunnar. "Hann kemur með erfiðu og dýru atriðin," segir Óskar sem er í þann mund að leggja lokahönd á að klippa atriði sem Þrándur samdi. "Þetta voru 19 blaðsíður þegar hann lét mig upphaflega handritið en ég stytti það niður í þrjár. Atriðið fjallar um íslenskan leikara sem er að gera það gott í Hollywood og tekur að sér að leika öll hlutverk sem hefðu fallið Arnold Schwarzenegger í skaut ef hann hefði ekki snúið sér að pólitíkinni." Fyrsti þáttur nýrrar seríu sem inniheldur samtals átta þætti verður á dagskrá Stöðvar 2 tuttugu mínútur yfir níu í kvöld en framhaldið veltur svo á viðbrögðum áhorfenda.
Menning Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið