Sport

Macho farinn frá Chelsea

Forráðamenn Chelsea hafa rift samningi sínum við austurríska markmanninn Jürgen Macho. Hann var fenginn til liðsins um sumarið 2003 en varð fyrir því óhappi að slíta krossbönd og lék ekkert með síðasta vetur. Macho var ekki inni í myndinni hjá Chelsea í vetur og komust báðir aðilar að samkomulagi um að hann yrði leystur frá samningi og gæti þá reynt fyrir sér annars staðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×