Reed sveiflar sverði á Arnarhóli 20. ágúst 2004 00:01 Rokkstjarnan Lou Reed kom til Íslands á miðvikudag til að kanna land og þjóð áður en hann treður upp í Laugardalshöll í kvöld. Að sögn tónleikahaldarans Ísleifs B. Þórhallssonar er Reed í skýjunum með ferðina og hrósar öllu sem á vegi hans verður hástöfum. Lou gistir á Hótel 101og sagði hann herbergið sitt það besta sem hann hefði nokkru sinni dvalið á og uppfyllti öll möguleg skilyrði. Matur hússins væri óaðfinnanlegur, hann pantaði sér klúbbsamloku upp á herbergi sem honum þótti algjört lostæti. Íslenskt fylgdarlið kappans fór með hann á veitingastaðinn Sjávarkjallarann og sagði Reed hann vera þann besta í heiminum. Dagskráin hefur verið þétt hjá Lou síðan hann kom, í blíðviðrinu í gærdag skellti hann sér í Bláa lónið líkt og tíðkast meðal fræga fólksins sem heimsækja landið. Einnig er kappinn mjög upptekinn af bardagalist og hafði með sér í farteskinu svotilgert sverð. Hafði hann á orði við Ísleif að hann hyggðist ganga á Arnarhól og æfa nokkrar góðar sveiflur í sólinni bráðlega. Ekki fylgdi sögunni hvort reynsluboltinn lét af verða en þeir sem varir verða við undarlegar og ógnandi uppákomur nálægt Ingólfi Arnarsyni ættu ekkert að óttast. Rokkarinn er eflaust bara að ná sér í gírinn fyrir hina tveggja tíma löngu tónleika sem beðið er með eftirvæntingu. Þegar Reed kom til landsins beið ljósmyndari Víkurfrétta hans í Leifsstöð og náði að smella myndum af kappanum allt þar til hann var kominn að bifreið sinni. Þá brast þolinmæði lífvarða rokkarans og þeir ýttu ljósmyndaranum frá. Víkurfréttir gerðu grein fyrir atvikinu og þar kom fram að ljósmyndarinn hefði endað úti í runna eftir stympingarnar. Ísleifur segir að þessi lýsing atburðarásarinnar sé full ýkt en ljósmyndaranum hafi gefist góður tími til að mynda Reed á leið hans að bílnum. Lífvörðunum hafi því fundist hann orðinn full ágengur þegar hann elti stjörnuna að bílnum. Þeir spurðu hann því hvort ekki væri komið nóg en þegar ekkert lát varð á myndatökunum stjökuðu þeir við honum þannig að hann hörfaði með annan fótinn inn í runna. Allir miðar í Laugardalshöll eru uppseldir að undantöldum örfáum í verslun Skífunnar við Laugaveg. Menning Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Samsláttur skapandi greina öflugur á Íslandi Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Sjá meira
Rokkstjarnan Lou Reed kom til Íslands á miðvikudag til að kanna land og þjóð áður en hann treður upp í Laugardalshöll í kvöld. Að sögn tónleikahaldarans Ísleifs B. Þórhallssonar er Reed í skýjunum með ferðina og hrósar öllu sem á vegi hans verður hástöfum. Lou gistir á Hótel 101og sagði hann herbergið sitt það besta sem hann hefði nokkru sinni dvalið á og uppfyllti öll möguleg skilyrði. Matur hússins væri óaðfinnanlegur, hann pantaði sér klúbbsamloku upp á herbergi sem honum þótti algjört lostæti. Íslenskt fylgdarlið kappans fór með hann á veitingastaðinn Sjávarkjallarann og sagði Reed hann vera þann besta í heiminum. Dagskráin hefur verið þétt hjá Lou síðan hann kom, í blíðviðrinu í gærdag skellti hann sér í Bláa lónið líkt og tíðkast meðal fræga fólksins sem heimsækja landið. Einnig er kappinn mjög upptekinn af bardagalist og hafði með sér í farteskinu svotilgert sverð. Hafði hann á orði við Ísleif að hann hyggðist ganga á Arnarhól og æfa nokkrar góðar sveiflur í sólinni bráðlega. Ekki fylgdi sögunni hvort reynsluboltinn lét af verða en þeir sem varir verða við undarlegar og ógnandi uppákomur nálægt Ingólfi Arnarsyni ættu ekkert að óttast. Rokkarinn er eflaust bara að ná sér í gírinn fyrir hina tveggja tíma löngu tónleika sem beðið er með eftirvæntingu. Þegar Reed kom til landsins beið ljósmyndari Víkurfrétta hans í Leifsstöð og náði að smella myndum af kappanum allt þar til hann var kominn að bifreið sinni. Þá brast þolinmæði lífvarða rokkarans og þeir ýttu ljósmyndaranum frá. Víkurfréttir gerðu grein fyrir atvikinu og þar kom fram að ljósmyndarinn hefði endað úti í runna eftir stympingarnar. Ísleifur segir að þessi lýsing atburðarásarinnar sé full ýkt en ljósmyndaranum hafi gefist góður tími til að mynda Reed á leið hans að bílnum. Lífvörðunum hafi því fundist hann orðinn full ágengur þegar hann elti stjörnuna að bílnum. Þeir spurðu hann því hvort ekki væri komið nóg en þegar ekkert lát varð á myndatökunum stjökuðu þeir við honum þannig að hann hörfaði með annan fótinn inn í runna. Allir miðar í Laugardalshöll eru uppseldir að undantöldum örfáum í verslun Skífunnar við Laugaveg.
Menning Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Samsláttur skapandi greina öflugur á Íslandi Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Sjá meira