Skóladagvist í Öskjuhlíðarskóla 20. ágúst 2004 00:01 Skóli fyrir alla - Gerður Aagot Árnadóttir Skólasetning verður í grunnskólum Reykjavíkur eftir nokkra daga. Fyrir flestar fjölskyldur er það tilhlökkunarefni. Þær tilfinningar sem foreldrar nemenda í 5.-10.bekk Öskjuhlíðarskóla finna til eru blendnar. Þeir gleðjast með börnum sínum við skólabyrjun en á sama tíma kvíða þeir vetrinum. Ástæðan er sú að fræðsluráð Reykjavíkur virðist hafa ákveðið að starfrækja ekki skóladagvist fyrir þennan hóp nemenda en slík þjónusta hefur verið til staðar frá árinu 1993. Þessi ákvörðun fræðsluráðs Reykjavíkur felur í sér algera stefnubreytingu í þjónustu Reykjavíkurborgar við þennan hóp nemenda. Nemendur Öskjuhlíðarskóla eru þroskaheft börn. Mörg þeirra eru með flókna fötlun og atferlistruflanir. Þau búa flest við verulega félagslega einangrun og eiga mörg hver einu vini sína í skólanum. Skóladagvistin er þeim því mjög mikilvæg og þau njóta samvistanna hvert með öðru. Skóladagvist var sett á laggirnar til að tryggja foreldrum (ekki síst mæðrum) 6-9 ára barna í Reykjavík jafnrétti á vinnumarkaði. Foreldrum er þannig tryggð gæsla barna sinna sem ekki eru fær um að vera ein heima. Nemendur í 5.-10. bekk Öskjuhlíðarskóla eru ekki færir um að vera einir heima. Sömu rök gilda því fyrir því að tryggja þessum foreldrum jafnrétti á vinnumarkaði á við foreldra barna í 1.-4. bekk. Haustið 2003 var skóladagvist ekki starfrækt á haustönn fyrir nemendur 7.-10. bekkjar Öskjuhlíðarskóla vegna manneklu. Það ástand hafði í för með sér mjög alvarlegar afleiðingar fyrir fjölskyldur nemenda. Foreldrar urðu fyrir vinnutapi sem hafði veruleg áhrif á fjárhagsafkomu fjölskyldnanna. Dæmi eru um að einstæðu foreldri með einhverft barn hafi verið sagt upp störfum vegna fjarveru frá vinnu sem skortur á skóladagvist hafði í för með sér. Ástandið hafði einnig veruleg áhrif á líðan barnanna, sem upplifðu enn meiri félagslega einangrun en fyrir var. Mörg þeirra þoldu illa það óöryggi sem fylgdi skorti á skóladagvist. Afleiðingar þessa voru hegðunarerfiðleikar og geðræn einkenni sem m.a. þurfti að meðhöndla með lyfjameðferð sem annars hefði verið óþörf. Þær afleiðingar sem skortur á skóladagvist hafði á líf umræddra fjölskyldna haustið 2003 eru ráðamönnum Reykjavíkurborgar og félagsmálaráðuneytis fullkunnar og hefðu átt að verða hvati til að tryggja að slíkt ástand skapaðist aldrei aftur. En raunin er ekki sú. Reykjavíkurborg hefur nú valið að leggja þessa þjónustu niður. Það er leikur í því stríði sem Reykjavíkurborg og félagsmálaráðuneytið hafa valið sér að há nú á haustdögum. Engin lausn virðist í sjónmáli í því stríði og þeir sem munu þjást eru fötluð börn og fjölskyldur þeirra. Slík átök eru hvorki Reykjavíkurborg né félagsmálaráðuneytinu til sóma og í litlu samræmi við þá félagshyggju sem báðir aðilar vilja kenna sig við. Báðir aðilar hljóta að þurfa að íhuga hvort tilgangurinn helgi í raun meðalið. Fjölskyldur fatlaðra barna búa við nægt álag fyrir þó stjórnvöld skapi þeim ekki enn frekari erfiðleika og vanlíðan vegna pólitískra deilna. Foreldra- og styrktarfélag Öskjuhlíðarskóla skorar á Reykjavíkurborg að tryggja nú þegar starfrækslu skóladagvistar fyrir nemendur 5.-10. bekkjar Öskjuhlíðarskóla með því að fela ÍTR það verkefni og afstýra þannig þeim alvarlegu og óþörfu afleiðingum sem annars blasa við nemendum og fjölskyldum þeirra. Foreldra- og styrktarfélag Öskjuhlíðarskóla skorar á félagsmálaráðherra að beita sér af alvöru í þessu máli í samræmi við tilmæli Umboðsmanns barna og tryggja starfrækslu skóladagvistar í Öskjuhlíðarskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Skóli fyrir alla - Gerður Aagot Árnadóttir Skólasetning verður í grunnskólum Reykjavíkur eftir nokkra daga. Fyrir flestar fjölskyldur er það tilhlökkunarefni. Þær tilfinningar sem foreldrar nemenda í 5.-10.bekk Öskjuhlíðarskóla finna til eru blendnar. Þeir gleðjast með börnum sínum við skólabyrjun en á sama tíma kvíða þeir vetrinum. Ástæðan er sú að fræðsluráð Reykjavíkur virðist hafa ákveðið að starfrækja ekki skóladagvist fyrir þennan hóp nemenda en slík þjónusta hefur verið til staðar frá árinu 1993. Þessi ákvörðun fræðsluráðs Reykjavíkur felur í sér algera stefnubreytingu í þjónustu Reykjavíkurborgar við þennan hóp nemenda. Nemendur Öskjuhlíðarskóla eru þroskaheft börn. Mörg þeirra eru með flókna fötlun og atferlistruflanir. Þau búa flest við verulega félagslega einangrun og eiga mörg hver einu vini sína í skólanum. Skóladagvistin er þeim því mjög mikilvæg og þau njóta samvistanna hvert með öðru. Skóladagvist var sett á laggirnar til að tryggja foreldrum (ekki síst mæðrum) 6-9 ára barna í Reykjavík jafnrétti á vinnumarkaði. Foreldrum er þannig tryggð gæsla barna sinna sem ekki eru fær um að vera ein heima. Nemendur í 5.-10. bekk Öskjuhlíðarskóla eru ekki færir um að vera einir heima. Sömu rök gilda því fyrir því að tryggja þessum foreldrum jafnrétti á vinnumarkaði á við foreldra barna í 1.-4. bekk. Haustið 2003 var skóladagvist ekki starfrækt á haustönn fyrir nemendur 7.-10. bekkjar Öskjuhlíðarskóla vegna manneklu. Það ástand hafði í för með sér mjög alvarlegar afleiðingar fyrir fjölskyldur nemenda. Foreldrar urðu fyrir vinnutapi sem hafði veruleg áhrif á fjárhagsafkomu fjölskyldnanna. Dæmi eru um að einstæðu foreldri með einhverft barn hafi verið sagt upp störfum vegna fjarveru frá vinnu sem skortur á skóladagvist hafði í för með sér. Ástandið hafði einnig veruleg áhrif á líðan barnanna, sem upplifðu enn meiri félagslega einangrun en fyrir var. Mörg þeirra þoldu illa það óöryggi sem fylgdi skorti á skóladagvist. Afleiðingar þessa voru hegðunarerfiðleikar og geðræn einkenni sem m.a. þurfti að meðhöndla með lyfjameðferð sem annars hefði verið óþörf. Þær afleiðingar sem skortur á skóladagvist hafði á líf umræddra fjölskyldna haustið 2003 eru ráðamönnum Reykjavíkurborgar og félagsmálaráðuneytis fullkunnar og hefðu átt að verða hvati til að tryggja að slíkt ástand skapaðist aldrei aftur. En raunin er ekki sú. Reykjavíkurborg hefur nú valið að leggja þessa þjónustu niður. Það er leikur í því stríði sem Reykjavíkurborg og félagsmálaráðuneytið hafa valið sér að há nú á haustdögum. Engin lausn virðist í sjónmáli í því stríði og þeir sem munu þjást eru fötluð börn og fjölskyldur þeirra. Slík átök eru hvorki Reykjavíkurborg né félagsmálaráðuneytinu til sóma og í litlu samræmi við þá félagshyggju sem báðir aðilar vilja kenna sig við. Báðir aðilar hljóta að þurfa að íhuga hvort tilgangurinn helgi í raun meðalið. Fjölskyldur fatlaðra barna búa við nægt álag fyrir þó stjórnvöld skapi þeim ekki enn frekari erfiðleika og vanlíðan vegna pólitískra deilna. Foreldra- og styrktarfélag Öskjuhlíðarskóla skorar á Reykjavíkurborg að tryggja nú þegar starfrækslu skóladagvistar fyrir nemendur 5.-10. bekkjar Öskjuhlíðarskóla með því að fela ÍTR það verkefni og afstýra þannig þeim alvarlegu og óþörfu afleiðingum sem annars blasa við nemendum og fjölskyldum þeirra. Foreldra- og styrktarfélag Öskjuhlíðarskóla skorar á félagsmálaráðherra að beita sér af alvöru í þessu máli í samræmi við tilmæli Umboðsmanns barna og tryggja starfrækslu skóladagvistar í Öskjuhlíðarskóla.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar