Skóladagvist í Öskjuhlíðarskóla 20. ágúst 2004 00:01 Skóli fyrir alla - Gerður Aagot Árnadóttir Skólasetning verður í grunnskólum Reykjavíkur eftir nokkra daga. Fyrir flestar fjölskyldur er það tilhlökkunarefni. Þær tilfinningar sem foreldrar nemenda í 5.-10.bekk Öskjuhlíðarskóla finna til eru blendnar. Þeir gleðjast með börnum sínum við skólabyrjun en á sama tíma kvíða þeir vetrinum. Ástæðan er sú að fræðsluráð Reykjavíkur virðist hafa ákveðið að starfrækja ekki skóladagvist fyrir þennan hóp nemenda en slík þjónusta hefur verið til staðar frá árinu 1993. Þessi ákvörðun fræðsluráðs Reykjavíkur felur í sér algera stefnubreytingu í þjónustu Reykjavíkurborgar við þennan hóp nemenda. Nemendur Öskjuhlíðarskóla eru þroskaheft börn. Mörg þeirra eru með flókna fötlun og atferlistruflanir. Þau búa flest við verulega félagslega einangrun og eiga mörg hver einu vini sína í skólanum. Skóladagvistin er þeim því mjög mikilvæg og þau njóta samvistanna hvert með öðru. Skóladagvist var sett á laggirnar til að tryggja foreldrum (ekki síst mæðrum) 6-9 ára barna í Reykjavík jafnrétti á vinnumarkaði. Foreldrum er þannig tryggð gæsla barna sinna sem ekki eru fær um að vera ein heima. Nemendur í 5.-10. bekk Öskjuhlíðarskóla eru ekki færir um að vera einir heima. Sömu rök gilda því fyrir því að tryggja þessum foreldrum jafnrétti á vinnumarkaði á við foreldra barna í 1.-4. bekk. Haustið 2003 var skóladagvist ekki starfrækt á haustönn fyrir nemendur 7.-10. bekkjar Öskjuhlíðarskóla vegna manneklu. Það ástand hafði í för með sér mjög alvarlegar afleiðingar fyrir fjölskyldur nemenda. Foreldrar urðu fyrir vinnutapi sem hafði veruleg áhrif á fjárhagsafkomu fjölskyldnanna. Dæmi eru um að einstæðu foreldri með einhverft barn hafi verið sagt upp störfum vegna fjarveru frá vinnu sem skortur á skóladagvist hafði í för með sér. Ástandið hafði einnig veruleg áhrif á líðan barnanna, sem upplifðu enn meiri félagslega einangrun en fyrir var. Mörg þeirra þoldu illa það óöryggi sem fylgdi skorti á skóladagvist. Afleiðingar þessa voru hegðunarerfiðleikar og geðræn einkenni sem m.a. þurfti að meðhöndla með lyfjameðferð sem annars hefði verið óþörf. Þær afleiðingar sem skortur á skóladagvist hafði á líf umræddra fjölskyldna haustið 2003 eru ráðamönnum Reykjavíkurborgar og félagsmálaráðuneytis fullkunnar og hefðu átt að verða hvati til að tryggja að slíkt ástand skapaðist aldrei aftur. En raunin er ekki sú. Reykjavíkurborg hefur nú valið að leggja þessa þjónustu niður. Það er leikur í því stríði sem Reykjavíkurborg og félagsmálaráðuneytið hafa valið sér að há nú á haustdögum. Engin lausn virðist í sjónmáli í því stríði og þeir sem munu þjást eru fötluð börn og fjölskyldur þeirra. Slík átök eru hvorki Reykjavíkurborg né félagsmálaráðuneytinu til sóma og í litlu samræmi við þá félagshyggju sem báðir aðilar vilja kenna sig við. Báðir aðilar hljóta að þurfa að íhuga hvort tilgangurinn helgi í raun meðalið. Fjölskyldur fatlaðra barna búa við nægt álag fyrir þó stjórnvöld skapi þeim ekki enn frekari erfiðleika og vanlíðan vegna pólitískra deilna. Foreldra- og styrktarfélag Öskjuhlíðarskóla skorar á Reykjavíkurborg að tryggja nú þegar starfrækslu skóladagvistar fyrir nemendur 5.-10. bekkjar Öskjuhlíðarskóla með því að fela ÍTR það verkefni og afstýra þannig þeim alvarlegu og óþörfu afleiðingum sem annars blasa við nemendum og fjölskyldum þeirra. Foreldra- og styrktarfélag Öskjuhlíðarskóla skorar á félagsmálaráðherra að beita sér af alvöru í þessu máli í samræmi við tilmæli Umboðsmanns barna og tryggja starfrækslu skóladagvistar í Öskjuhlíðarskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Skóli fyrir alla - Gerður Aagot Árnadóttir Skólasetning verður í grunnskólum Reykjavíkur eftir nokkra daga. Fyrir flestar fjölskyldur er það tilhlökkunarefni. Þær tilfinningar sem foreldrar nemenda í 5.-10.bekk Öskjuhlíðarskóla finna til eru blendnar. Þeir gleðjast með börnum sínum við skólabyrjun en á sama tíma kvíða þeir vetrinum. Ástæðan er sú að fræðsluráð Reykjavíkur virðist hafa ákveðið að starfrækja ekki skóladagvist fyrir þennan hóp nemenda en slík þjónusta hefur verið til staðar frá árinu 1993. Þessi ákvörðun fræðsluráðs Reykjavíkur felur í sér algera stefnubreytingu í þjónustu Reykjavíkurborgar við þennan hóp nemenda. Nemendur Öskjuhlíðarskóla eru þroskaheft börn. Mörg þeirra eru með flókna fötlun og atferlistruflanir. Þau búa flest við verulega félagslega einangrun og eiga mörg hver einu vini sína í skólanum. Skóladagvistin er þeim því mjög mikilvæg og þau njóta samvistanna hvert með öðru. Skóladagvist var sett á laggirnar til að tryggja foreldrum (ekki síst mæðrum) 6-9 ára barna í Reykjavík jafnrétti á vinnumarkaði. Foreldrum er þannig tryggð gæsla barna sinna sem ekki eru fær um að vera ein heima. Nemendur í 5.-10. bekk Öskjuhlíðarskóla eru ekki færir um að vera einir heima. Sömu rök gilda því fyrir því að tryggja þessum foreldrum jafnrétti á vinnumarkaði á við foreldra barna í 1.-4. bekk. Haustið 2003 var skóladagvist ekki starfrækt á haustönn fyrir nemendur 7.-10. bekkjar Öskjuhlíðarskóla vegna manneklu. Það ástand hafði í för með sér mjög alvarlegar afleiðingar fyrir fjölskyldur nemenda. Foreldrar urðu fyrir vinnutapi sem hafði veruleg áhrif á fjárhagsafkomu fjölskyldnanna. Dæmi eru um að einstæðu foreldri með einhverft barn hafi verið sagt upp störfum vegna fjarveru frá vinnu sem skortur á skóladagvist hafði í för með sér. Ástandið hafði einnig veruleg áhrif á líðan barnanna, sem upplifðu enn meiri félagslega einangrun en fyrir var. Mörg þeirra þoldu illa það óöryggi sem fylgdi skorti á skóladagvist. Afleiðingar þessa voru hegðunarerfiðleikar og geðræn einkenni sem m.a. þurfti að meðhöndla með lyfjameðferð sem annars hefði verið óþörf. Þær afleiðingar sem skortur á skóladagvist hafði á líf umræddra fjölskyldna haustið 2003 eru ráðamönnum Reykjavíkurborgar og félagsmálaráðuneytis fullkunnar og hefðu átt að verða hvati til að tryggja að slíkt ástand skapaðist aldrei aftur. En raunin er ekki sú. Reykjavíkurborg hefur nú valið að leggja þessa þjónustu niður. Það er leikur í því stríði sem Reykjavíkurborg og félagsmálaráðuneytið hafa valið sér að há nú á haustdögum. Engin lausn virðist í sjónmáli í því stríði og þeir sem munu þjást eru fötluð börn og fjölskyldur þeirra. Slík átök eru hvorki Reykjavíkurborg né félagsmálaráðuneytinu til sóma og í litlu samræmi við þá félagshyggju sem báðir aðilar vilja kenna sig við. Báðir aðilar hljóta að þurfa að íhuga hvort tilgangurinn helgi í raun meðalið. Fjölskyldur fatlaðra barna búa við nægt álag fyrir þó stjórnvöld skapi þeim ekki enn frekari erfiðleika og vanlíðan vegna pólitískra deilna. Foreldra- og styrktarfélag Öskjuhlíðarskóla skorar á Reykjavíkurborg að tryggja nú þegar starfrækslu skóladagvistar fyrir nemendur 5.-10. bekkjar Öskjuhlíðarskóla með því að fela ÍTR það verkefni og afstýra þannig þeim alvarlegu og óþörfu afleiðingum sem annars blasa við nemendum og fjölskyldum þeirra. Foreldra- og styrktarfélag Öskjuhlíðarskóla skorar á félagsmálaráðherra að beita sér af alvöru í þessu máli í samræmi við tilmæli Umboðsmanns barna og tryggja starfrækslu skóladagvistar í Öskjuhlíðarskóla.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun