Einkaviðtal við Mourinho 19. ágúst 2004 00:01 Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, var meðal áhorfenda á leik Íslands og Ítalíu í fyrradag. Hann gaf sér stutta stund til að ræða við fjölmiðlamenn strax eftir leik en Fréttablaðið greip hann glóðvolgan þar sem hann var á rölti í átt að Grand Hótel, sem hann gisti á meðan á dvöl hans hér stóð. Mourinho er lágvaxinn maður með dökkt hár og grátt í vöngum. Hann er frekar til baka, alvörugefinn og virðist oft vera í þungum þönkum. Hann tók þó aðdáendum sínum, sem stöðvuðu hann á þessari stuttu leið frá Laugardalsvelli að Grand Hótel, vel og gaf þeim meðal annars eiginhandaáritanir. Mourinho tók við liði Chelsea fyrir þetta tímabil en hann stýrði Porto til sigurs í Meistaradeild Evrópu á síðasta tímabili. "Það er yndislegt að vera kominn til Englands enda ekki til betri staður til að starfa við knattspyrnu. Veðrið er að vísu ekki jafn gott og í Portúgal, á Ítalíu eða Spáni en fótboltinn þar er frábær," sagði Mourinho. Portúgalinn er hrifinn af Eiði Smára Guðjohnsen og það virðist líklegt að íslenski landsliðsfyrirliðinn muni verða valinn reglulega í byrjunarlið Chelsea. "Eiður fær að leika því hann á það skilið. Hann vinnur mjög vel og leggur sig allan fram. Hann er leikmaður sem spilar alltaf fyrir liðið og er ekki eigingjarn. Við erum með fjóra mjög góða framherja en Eiður er að spila mjög vel sem stendur. Hann hefur staðið sig vel á undirbúningstímabilinu og hann er leikmaður sem ég treysti," sagði Mourinho, sem hefur tekið þann pólinn í hæðina að fækka leikmönnum Chelsea niður í 22. "Þetta er lítill hópur en við erum að spila í fjórum mótum og ég þarf á öllum leikmönnum að halda. Ég get ekki sagt að einn leikmaður sé mikilvægari en annar." Mourinho hefur víða komið við á ferli sínum. Hann nam knattspyrnuþjálfun á Englandi og starfaði um tíma sem einkaþjálfari. Árið 1992 tók hann við starfi sem túlkur þegar Bobby Robson tók við Sporting í Lissabon en síðar var hann gerður að aðstoðarþjálfara. Mourinho starfaði með Robson í ein fimm ár en síðar færði hann sig um set til Barcelona þar sem hann var aðstoðarmaður Louis Van Gaal. Mourinho réð sig sem aðalþjálfara Benfica árið 2000 en hætti skömmu síðar vegna samstarfsörðugleika við forseta félagsins. Hann var ráðinn þjálfari Porto árið 2002 og aðeins ári síðar vann liðið þrefalt, þar á meðal Evrópukeppni félagsliða. Á síðasta tímabili vann Porto portúgölsku deildina og Meistaradeild Evrópu. "Það er töluverður munur á knattspyrnunni í Portúgal og Englandi. Í Portúgal eru þrjú lið sem bera höfuð og herðar yfir önnur lið. Þegar ég var þjálfari hjá Porto voru leikirnir gegn Benfica og Sporting stóru leikirnir en við áttum vísan sigur gegn öðrum liðum. Það er allt önnur saga á Englandi því þar eru öll liðin góð og allir leikir eru erfiðir. Það var áskorun fyrir mig að fara til Englands," sagði Mourinho. Portúgalinn lofar samstarf sitt við rússneska auðjöfurinn Roman Abramóvitsj, eiganda Chelsea. "Roman er opin og skemmtileg persóna sem dáir fótbolta. Hann elskar Chelsea og vill gefa liðinu tækifæri á að verða eitt af stærstu liðum heims. Ég er þátttakandi í því og hann treystir mér," segir Mourinho. "Ég ákvað frekar að fara til Chelsea en Ítalíu eða Spánar af því að ég er hrifinn af enskri knattspyrnu." Mourinho býr í London og kann lífinu þar vel. Hann er giftur og á tvö börn. "Börnin fá stundum heimþrá og vilja fara aftur heim til Portúgals. Þau vilja njóta sólarinnar þar, fara á ströndina og í sundlaugina. En þau elska pabba sinn meira en sólina svo þau hafa kosið að koma með mér. Ég gæti ekki unnið í London án fjölskyldunnar," segir Mourinho og er augljóslega feginn að ræða um eitthvað annað en knattspyrnu. Það er samt ekki úr vegi að spyrja hver stærsta stundin hafi verið á knattspyrnuvellinum. "Stærsta stundin var að vinna Meistaradeildina enda er það stærsta stundin hjá öllum þjálfurum. Mér tókst að stýra Porto til sigurs í Meistaradeildinni en í fótbolta þýðir ekki að horfa til baka og velta því fyrir sér hvað maður hefur afrekað heldur þarf maður að taka næsta skref. Það sem skiptir máli hjá mér núna er næsti leikur og að ná í þrjú stig um næstu helgi." kristjan@frettabladid.is Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Sjá meira
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, var meðal áhorfenda á leik Íslands og Ítalíu í fyrradag. Hann gaf sér stutta stund til að ræða við fjölmiðlamenn strax eftir leik en Fréttablaðið greip hann glóðvolgan þar sem hann var á rölti í átt að Grand Hótel, sem hann gisti á meðan á dvöl hans hér stóð. Mourinho er lágvaxinn maður með dökkt hár og grátt í vöngum. Hann er frekar til baka, alvörugefinn og virðist oft vera í þungum þönkum. Hann tók þó aðdáendum sínum, sem stöðvuðu hann á þessari stuttu leið frá Laugardalsvelli að Grand Hótel, vel og gaf þeim meðal annars eiginhandaáritanir. Mourinho tók við liði Chelsea fyrir þetta tímabil en hann stýrði Porto til sigurs í Meistaradeild Evrópu á síðasta tímabili. "Það er yndislegt að vera kominn til Englands enda ekki til betri staður til að starfa við knattspyrnu. Veðrið er að vísu ekki jafn gott og í Portúgal, á Ítalíu eða Spáni en fótboltinn þar er frábær," sagði Mourinho. Portúgalinn er hrifinn af Eiði Smára Guðjohnsen og það virðist líklegt að íslenski landsliðsfyrirliðinn muni verða valinn reglulega í byrjunarlið Chelsea. "Eiður fær að leika því hann á það skilið. Hann vinnur mjög vel og leggur sig allan fram. Hann er leikmaður sem spilar alltaf fyrir liðið og er ekki eigingjarn. Við erum með fjóra mjög góða framherja en Eiður er að spila mjög vel sem stendur. Hann hefur staðið sig vel á undirbúningstímabilinu og hann er leikmaður sem ég treysti," sagði Mourinho, sem hefur tekið þann pólinn í hæðina að fækka leikmönnum Chelsea niður í 22. "Þetta er lítill hópur en við erum að spila í fjórum mótum og ég þarf á öllum leikmönnum að halda. Ég get ekki sagt að einn leikmaður sé mikilvægari en annar." Mourinho hefur víða komið við á ferli sínum. Hann nam knattspyrnuþjálfun á Englandi og starfaði um tíma sem einkaþjálfari. Árið 1992 tók hann við starfi sem túlkur þegar Bobby Robson tók við Sporting í Lissabon en síðar var hann gerður að aðstoðarþjálfara. Mourinho starfaði með Robson í ein fimm ár en síðar færði hann sig um set til Barcelona þar sem hann var aðstoðarmaður Louis Van Gaal. Mourinho réð sig sem aðalþjálfara Benfica árið 2000 en hætti skömmu síðar vegna samstarfsörðugleika við forseta félagsins. Hann var ráðinn þjálfari Porto árið 2002 og aðeins ári síðar vann liðið þrefalt, þar á meðal Evrópukeppni félagsliða. Á síðasta tímabili vann Porto portúgölsku deildina og Meistaradeild Evrópu. "Það er töluverður munur á knattspyrnunni í Portúgal og Englandi. Í Portúgal eru þrjú lið sem bera höfuð og herðar yfir önnur lið. Þegar ég var þjálfari hjá Porto voru leikirnir gegn Benfica og Sporting stóru leikirnir en við áttum vísan sigur gegn öðrum liðum. Það er allt önnur saga á Englandi því þar eru öll liðin góð og allir leikir eru erfiðir. Það var áskorun fyrir mig að fara til Englands," sagði Mourinho. Portúgalinn lofar samstarf sitt við rússneska auðjöfurinn Roman Abramóvitsj, eiganda Chelsea. "Roman er opin og skemmtileg persóna sem dáir fótbolta. Hann elskar Chelsea og vill gefa liðinu tækifæri á að verða eitt af stærstu liðum heims. Ég er þátttakandi í því og hann treystir mér," segir Mourinho. "Ég ákvað frekar að fara til Chelsea en Ítalíu eða Spánar af því að ég er hrifinn af enskri knattspyrnu." Mourinho býr í London og kann lífinu þar vel. Hann er giftur og á tvö börn. "Börnin fá stundum heimþrá og vilja fara aftur heim til Portúgals. Þau vilja njóta sólarinnar þar, fara á ströndina og í sundlaugina. En þau elska pabba sinn meira en sólina svo þau hafa kosið að koma með mér. Ég gæti ekki unnið í London án fjölskyldunnar," segir Mourinho og er augljóslega feginn að ræða um eitthvað annað en knattspyrnu. Það er samt ekki úr vegi að spyrja hver stærsta stundin hafi verið á knattspyrnuvellinum. "Stærsta stundin var að vinna Meistaradeildina enda er það stærsta stundin hjá öllum þjálfurum. Mér tókst að stýra Porto til sigurs í Meistaradeildinni en í fótbolta þýðir ekki að horfa til baka og velta því fyrir sér hvað maður hefur afrekað heldur þarf maður að taka næsta skref. Það sem skiptir máli hjá mér núna er næsti leikur og að ná í þrjú stig um næstu helgi." kristjan@frettabladid.is
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Sjá meira
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn