Sport

Real Madrid skoðar Woodgate

Jonathan Woodgate, miðvörður Newcastle United, er undir smásjánni hjá spænska liðinu Real Madrid. Fregnir herma að liðið vilji styrkja vörn sína til muna eftir mjög dapurt gengi á afstöðnu tímabili. Þrátt fyrir að vera með stjörnum prýtt lið náði Madrídarliðið engan veginn að standa undir þeim væntingum sem til þess voru gerðar og endaði í fjórða sæti í spænsku deildinni. Real er tilbúið að greiða 15 milljónir evra fyrir Woodgate og standa samningaviðræður nú yfir hjá forráðamönnum liðanna tveggja.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×